Íslenska Tweedið stenst allan samanburð Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar 5. desember 2022 14:07 Þróun á íslenska tweedinu tók mörg ár og stenst allan samanburð við þekkt erlend tweed vörumerki. „Kormákur & Skjöldur hefur í 26 ár snúist um mikið og djúpt úrval í herravörum og viljum við helst eiga allt sem spurt er um,“ segir Gunni Hilmarsson, aðalhönnuður Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar. Kormákur & Skjöldur er rótgróin herrafataverslun í verslunarflóru landsins og sannkallaður „herrahellir“, staðsett í kjallara á Laugavegi 59. Séntilmannlegt andrúmsloft tekur á móti gestum og eru tweedfatnaður og jarðlitir allsráðandi. Og þetta er enginn venjulegur tweedfatnaður, undanfarin ár hefur mikil þróunarvinna farið fram undir stjórn Gunna Hilmars. Íslenska tweedefnið er mjúkt og klæðilegt og stenst erlendri framleiðslu fyllilega snúning. „Við höfum undanfarin 11 ár sett mikla vinnu í okkar eigin línu og stækkun á henni sem og þróun á íslenska tweedinu. Þetta eru flaggskipin okkar. Þróun á íslenska tweedinu tók mörg ár og við erum afar stolt af útkomunni. Það stenst allan samanburð við þekkt erlend tweed vörumerki. Okkar er meira að segja heldur mýkra og sterkara ef eitthvað er,“ segir Gunni. „Að sjálfsögðu framleiðum við jakka, vesti, buxur og yfirhafnir og svo mikið úrval af smávörum." „Við fórum nokkrar leiðir til að prófa framleiðsluna og á endanum fundum réttu leiðina til að framleiða það. Við bjóðum upp á mikið úrval af tweed vörum og einnig seljum við það i metravís í mörgum litum og munstrum sem er vinsælt sem áklæði á húsgögn og þess háttar. Að sjálfsögðu framleiðum við jakka, vesti, buxur og yfirhafnir og svo mikið úrval af smávörum svo sem bindi, slaufur, sixpensara, tölvuhulstur, pennahulstur, inniskó, ipadhulstur, vasapela, hanska og fleira. Þessar vörur hafa slegið í gegn sem gjafavara og enda í mörgum jólapökkunum íslenskum herramönnum til gleði,“ segir Gunni sem potturinn og pannan á bak við línuna. Lína Kormáks & Skjaldar er afar glæsileg. „Ég hanna í samvinnu minni við piltana sem vinna hjá Kormáki & Skildi. Við vinnum með frábærum efna framleiðendum og einnig með verksmiðjum sem eru í fremstu röð til að tryggja góð gæði og endingu sem er stór hluti af sjálfbærni í fatnaði að hann endist vel og lengi. Línan er ansi djúp. Mikið úrval af skyrtum, jökkum, buxum, vestum, bolum, peysum, yfirhöfnum, sokkum, bindum, slaufum, höttum, nærfötum, axlaböndum og mikið úrval af smávörum. Allt íslensk hönnun sem stendur jafnfætis í gæðum svipaðra merkja erlendis. Auk þess eigum við gott úrval af okkar uppáhalds erlendu merkjum svo sem Barbour, Filson, Red Wing, Loake, Stetson og mörg fleiri heimsþekkt vörumerki,“ segir hann og á von á fjörugri jólaverslun. Íslenska tweedið er meðal annars notað í bókakápur og selt í metratali sem áklæði á húsgögn. „Verslunin er full af hentugum jólagjöfum og allt er svo mátulegt. Tweed vörurnar eru falleg gjöf, einnig er mikið úrval af skóm. Við höfum byggt þá deild mikið upp þetta árið og svo er auðvitað gjafir frá Barbour jólagjöf sem er ansi falleg. Frá Barbour er mikið úrval af gjafavöru og jakkarnir eru auðvitað klassík Svo eigum við allt annað til, frá skóm upp í höfuðföt og allt þar á milli. Einnig fallegar gjafaöskjur sem innihalda t.d. hanska og trefil og auðvitað jólanáttfötin,“ segir Gunni. Mjúkir inniskór eru tilvalin jólagjöf. Herrafataverszlun Kormáks & Skjaldar er vefverslun vikunnar á Vísi. Einvalalið stendur að Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar. Vefverslun vikunnar Tíska og hönnun Jól Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Kormákur & Skjöldur er rótgróin herrafataverslun í verslunarflóru landsins og sannkallaður „herrahellir“, staðsett í kjallara á Laugavegi 59. Séntilmannlegt andrúmsloft tekur á móti gestum og eru tweedfatnaður og jarðlitir allsráðandi. Og þetta er enginn venjulegur tweedfatnaður, undanfarin ár hefur mikil þróunarvinna farið fram undir stjórn Gunna Hilmars. Íslenska tweedefnið er mjúkt og klæðilegt og stenst erlendri framleiðslu fyllilega snúning. „Við höfum undanfarin 11 ár sett mikla vinnu í okkar eigin línu og stækkun á henni sem og þróun á íslenska tweedinu. Þetta eru flaggskipin okkar. Þróun á íslenska tweedinu tók mörg ár og við erum afar stolt af útkomunni. Það stenst allan samanburð við þekkt erlend tweed vörumerki. Okkar er meira að segja heldur mýkra og sterkara ef eitthvað er,“ segir Gunni. „Að sjálfsögðu framleiðum við jakka, vesti, buxur og yfirhafnir og svo mikið úrval af smávörum." „Við fórum nokkrar leiðir til að prófa framleiðsluna og á endanum fundum réttu leiðina til að framleiða það. Við bjóðum upp á mikið úrval af tweed vörum og einnig seljum við það i metravís í mörgum litum og munstrum sem er vinsælt sem áklæði á húsgögn og þess háttar. Að sjálfsögðu framleiðum við jakka, vesti, buxur og yfirhafnir og svo mikið úrval af smávörum svo sem bindi, slaufur, sixpensara, tölvuhulstur, pennahulstur, inniskó, ipadhulstur, vasapela, hanska og fleira. Þessar vörur hafa slegið í gegn sem gjafavara og enda í mörgum jólapökkunum íslenskum herramönnum til gleði,“ segir Gunni sem potturinn og pannan á bak við línuna. Lína Kormáks & Skjaldar er afar glæsileg. „Ég hanna í samvinnu minni við piltana sem vinna hjá Kormáki & Skildi. Við vinnum með frábærum efna framleiðendum og einnig með verksmiðjum sem eru í fremstu röð til að tryggja góð gæði og endingu sem er stór hluti af sjálfbærni í fatnaði að hann endist vel og lengi. Línan er ansi djúp. Mikið úrval af skyrtum, jökkum, buxum, vestum, bolum, peysum, yfirhöfnum, sokkum, bindum, slaufum, höttum, nærfötum, axlaböndum og mikið úrval af smávörum. Allt íslensk hönnun sem stendur jafnfætis í gæðum svipaðra merkja erlendis. Auk þess eigum við gott úrval af okkar uppáhalds erlendu merkjum svo sem Barbour, Filson, Red Wing, Loake, Stetson og mörg fleiri heimsþekkt vörumerki,“ segir hann og á von á fjörugri jólaverslun. Íslenska tweedið er meðal annars notað í bókakápur og selt í metratali sem áklæði á húsgögn. „Verslunin er full af hentugum jólagjöfum og allt er svo mátulegt. Tweed vörurnar eru falleg gjöf, einnig er mikið úrval af skóm. Við höfum byggt þá deild mikið upp þetta árið og svo er auðvitað gjafir frá Barbour jólagjöf sem er ansi falleg. Frá Barbour er mikið úrval af gjafavöru og jakkarnir eru auðvitað klassík Svo eigum við allt annað til, frá skóm upp í höfuðföt og allt þar á milli. Einnig fallegar gjafaöskjur sem innihalda t.d. hanska og trefil og auðvitað jólanáttfötin,“ segir Gunni. Mjúkir inniskór eru tilvalin jólagjöf. Herrafataverszlun Kormáks & Skjaldar er vefverslun vikunnar á Vísi. Einvalalið stendur að Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar.
Vefverslun vikunnar Tíska og hönnun Jól Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira