Umfjöllun og viðtöl ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Tómas Helgi Wehmeier skrifar 5. desember 2022 21:45 Frammarar unnu loks leik í kvöld eftir þrjá tapleiki í röð. vísir/diego Það voru Frammarar sem sóttu tvö stig í Breiðholtið þegar þeir unnu heimamenn í ÍR, 27-31, í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð á heimavelli en sneri við blaðinu og sótti loks sigur. ÍR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir á heimavelli í vetur en slæmur kafli í upphafi leiks varð þeim að falli. Fyrri hálfleikur var skrautlegur og hófst með miklum krafti gestanna en Framarar voru mun sterkari á fyrstu mínútum leiksins og leiddu með tíu mörkum þegar að aðeins tólf mínútur voru liðnar, 1-11. ÍR tók tvívegis leikhlé, náðu að klóra í bakkann og svöruðu fyrir sig með fimm mörkum í röð. Heimamenn í ÍR jöfnuðu síðan leikinn þegar að fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik, 13-13 og Fram í miklu basli sóknar- og varnarlega. Viðsnúningur ÍR-inga var hreint út sagt magnaður og komust þeir yfir 14-13 eftir að hafa lent tíu mörkum undir. Fram leiddi þó í enda fyrri hálfleiks með einu marki, 15-16. Síðari hálfleikur var gíðarlega jafn og buðu bæði lið upp á frábæran handboltaleik í Breiðholtinu í kvöld. Þegar að stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik leiddu ÍR-ingar með tveimur mörkum, 21-19. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé og stappaði stálinu í strákana sína og svaraði Fram fyrir sig með tveimur mörkum í röð og staðan því jöfn. Þegar að fimm mínútur voru til leiksloka leiddu Framarar með einu marki, 24-25, settu í fimmta gír og spiluðu frábærlega til leiksloka á meðan ÍR-ingar gerðu klaufaleg mistök á báðum endum vallarins og lauk leiknum með sigri Fram, 27-31. Af hverju vann Fram? Framarar byrjuðu leikinn frábærlega og ná tíu marka forskoti í upphafi leiks. ÍR þurfti tvö leikhlé til að koma sér í gang og tók það því gríðarlega orku að minnka muninn, sem þeir gerðu en fóru illa af ráðum sínum þegar á reyndi. Fram með reynslumikið lið á meðan ÍR-ingar létu stressið verða sér að falli. Hverjir stóðu upp úr? Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, átti frábæran leik fyrir Fram. Hann steig upp þegar mest á reyndi og skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Luka Vukicevic, leikmaður Fram, átti einnig flottan leik fyrir Fram og skoraði sjö mörk úr ellefu skotum. Hrannar Ingi Jóhannsson, leikmaður ÍR, minnti rækilega á sig í kvöld, byrjaði á bekknum og kom inn á með miklum krafti og skoraði sjö mörk úr ellefu skotum. Ungur markmaður ÍR-inga, Rökkvi Pacheco Steinunnarsson, kom einnig með frábæra innkomu og varði frábærlega. Hann varði 8 skot (36 prósent) og náði stemningunni upp fyrir sína menn þegar mest á reyndi. Hvað gekk illa? Heimamenn í ÍR voru mjög stressaðir í byrjun leiks og fóru afar illa með dauðafæri og fengu mörk í bakið á sér. Það var erfitt fyrir þá að vinna upp tíu mörk á móti frábæru liði Fram. Framarar áttu frábæran kafla í byrjun leiks en áttu síðan hræðilegar fimmtán mínútur í kjölfarið, frusu algjörlega í sókn og áttu lítil svör við sóknarleik ÍR. Arnar Freyr Guðmundsson, leikmaður ÍR, hefur verið mikilvægur fyrir ÍR-inga á þessum tímabili en í kvöld átti hann gríðarlega lélegan leik og skoraði ekki eitt einasta mark fyrir sitt lið og brenndi einnig af þremur vítaskotum. ÍR gerðu sig seka um klaufaleg mistök bæði í vörn og sókn þegar á reyndi og létu reka sig út af þegar að um tvær mínútur voru til leiksloka og er hægt að kenna reynsluleysi leikmanna um þau mistök. Hvað gerist næst? ÍR fær Gróttu í heimsókn í Breiðholtið mánudaginn 12.desember klukkan 19:30 Fram fer austur fyrir fjall og mætir þar Selfossi laugardaginn 10.desember klukkan 18.00. „Er ekki ánægður með það að við séum þjakaðir af stressi í byrjun“ Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þurfti tvö leikhlé á fyrstu tólf mínútum leiksins til að kveikja á vél sinna manna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég tók sem sagt aftur leikhlé, spjallaði rólega við þá, breytti um vörn og skipti um leikmenn og það kveikti á öllu. Hrannar kom með stórkostlega innkomu, Úlfur hrikalega sterkur í sex-núll vörninni, það kom loksins lás í vörnina og Rökkvi fór að verja frábærlega í markinu. Fyrstu fjórar sóknirnar í leiknum vorum við að klikka dauðafærum, skutum í stöng og slá þannig staðan fyrstu tólf mínúturnar endurspeglar ekki alveg leikinn. Ég náði að útskýra fyrir strákunum hvað væri í gangi, við náðum einhvern veiginn að losa spennuna og láta loksins vaða.“ ÍR svaraði svo sannarlega fyrir sig í lok fyrri hálfleiks og mættu á parketið enn sterkari í síðari hálfleik. „Í síðari hálfleik er þetta bara jafn leikur og við látum reka okkur óskynsamlega út af og þessi örvhenti hjá Fram tekur aðeins yfir leikinn hjá þeim, við gerum síðan mistök sóknarlega og því miður voru þetta litlu hlutirnir sem verða okkur að falli hér í kvöld.“ Bjarni var ánægður með sína menn í kvöld en stressið hamlar þeim í leikjum eins og þessum. „Ég er ánægður með strákana, en ég er ekki ánægður með það að við séum þjakaðir af stressi í byrjun af því að þetta var alveg mikilvægur leikur, við hefðum getað nálgast þá og komið okkur aðeins inn í þetta mót. Ég er heldur ekki ánægður að við getum ekki gripið spennuna með okkur og nýta hana sem orku en í staðinn setjum við í handbremsu. Á móti Stjörnunni gerðist þetta og við náðum að leysa þetta í hálfleik, núna leystum við þetta á fyrstu tíu mínútunum en þetta er bara svona.“ Arnar Freyr Guðmundsson, leikmaður ÍR, átti alls ekki góðan dag fyrir lið sitt í kvöld og skoraði ekkert í mark Framara. „Hann var bara lélegur, stundum er maður bara lélegur og það er eiginlega bara málið með hann. Ég spilaði honum kannski of mikið, mér fannst Hrannar stórkostlegur en Arnar er okkar eina skytta þannig ég freistaðist aðeins of mikið að hafa hann inn á því hann er góð týpa og maður var alltaf að bíða eftir því að hann myndi hrökkva í gang.“ Framhaldið lítur vel út fyrir ÍR-inga að sögn Bjarna. „Í heildina eru komnir nokkrir ágætis leikir sem við erum að spila vel, mér finnst gaman að vinna með þeim og mjög margt gott sem er að gerast hjá okkur þannig ég er ekkert annað brattur.“ Olís-deild karla ÍR Fram
Það voru Frammarar sem sóttu tvö stig í Breiðholtið þegar þeir unnu heimamenn í ÍR, 27-31, í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð á heimavelli en sneri við blaðinu og sótti loks sigur. ÍR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir á heimavelli í vetur en slæmur kafli í upphafi leiks varð þeim að falli. Fyrri hálfleikur var skrautlegur og hófst með miklum krafti gestanna en Framarar voru mun sterkari á fyrstu mínútum leiksins og leiddu með tíu mörkum þegar að aðeins tólf mínútur voru liðnar, 1-11. ÍR tók tvívegis leikhlé, náðu að klóra í bakkann og svöruðu fyrir sig með fimm mörkum í röð. Heimamenn í ÍR jöfnuðu síðan leikinn þegar að fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik, 13-13 og Fram í miklu basli sóknar- og varnarlega. Viðsnúningur ÍR-inga var hreint út sagt magnaður og komust þeir yfir 14-13 eftir að hafa lent tíu mörkum undir. Fram leiddi þó í enda fyrri hálfleiks með einu marki, 15-16. Síðari hálfleikur var gíðarlega jafn og buðu bæði lið upp á frábæran handboltaleik í Breiðholtinu í kvöld. Þegar að stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik leiddu ÍR-ingar með tveimur mörkum, 21-19. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé og stappaði stálinu í strákana sína og svaraði Fram fyrir sig með tveimur mörkum í röð og staðan því jöfn. Þegar að fimm mínútur voru til leiksloka leiddu Framarar með einu marki, 24-25, settu í fimmta gír og spiluðu frábærlega til leiksloka á meðan ÍR-ingar gerðu klaufaleg mistök á báðum endum vallarins og lauk leiknum með sigri Fram, 27-31. Af hverju vann Fram? Framarar byrjuðu leikinn frábærlega og ná tíu marka forskoti í upphafi leiks. ÍR þurfti tvö leikhlé til að koma sér í gang og tók það því gríðarlega orku að minnka muninn, sem þeir gerðu en fóru illa af ráðum sínum þegar á reyndi. Fram með reynslumikið lið á meðan ÍR-ingar létu stressið verða sér að falli. Hverjir stóðu upp úr? Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, átti frábæran leik fyrir Fram. Hann steig upp þegar mest á reyndi og skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Luka Vukicevic, leikmaður Fram, átti einnig flottan leik fyrir Fram og skoraði sjö mörk úr ellefu skotum. Hrannar Ingi Jóhannsson, leikmaður ÍR, minnti rækilega á sig í kvöld, byrjaði á bekknum og kom inn á með miklum krafti og skoraði sjö mörk úr ellefu skotum. Ungur markmaður ÍR-inga, Rökkvi Pacheco Steinunnarsson, kom einnig með frábæra innkomu og varði frábærlega. Hann varði 8 skot (36 prósent) og náði stemningunni upp fyrir sína menn þegar mest á reyndi. Hvað gekk illa? Heimamenn í ÍR voru mjög stressaðir í byrjun leiks og fóru afar illa með dauðafæri og fengu mörk í bakið á sér. Það var erfitt fyrir þá að vinna upp tíu mörk á móti frábæru liði Fram. Framarar áttu frábæran kafla í byrjun leiks en áttu síðan hræðilegar fimmtán mínútur í kjölfarið, frusu algjörlega í sókn og áttu lítil svör við sóknarleik ÍR. Arnar Freyr Guðmundsson, leikmaður ÍR, hefur verið mikilvægur fyrir ÍR-inga á þessum tímabili en í kvöld átti hann gríðarlega lélegan leik og skoraði ekki eitt einasta mark fyrir sitt lið og brenndi einnig af þremur vítaskotum. ÍR gerðu sig seka um klaufaleg mistök bæði í vörn og sókn þegar á reyndi og létu reka sig út af þegar að um tvær mínútur voru til leiksloka og er hægt að kenna reynsluleysi leikmanna um þau mistök. Hvað gerist næst? ÍR fær Gróttu í heimsókn í Breiðholtið mánudaginn 12.desember klukkan 19:30 Fram fer austur fyrir fjall og mætir þar Selfossi laugardaginn 10.desember klukkan 18.00. „Er ekki ánægður með það að við séum þjakaðir af stressi í byrjun“ Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þurfti tvö leikhlé á fyrstu tólf mínútum leiksins til að kveikja á vél sinna manna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég tók sem sagt aftur leikhlé, spjallaði rólega við þá, breytti um vörn og skipti um leikmenn og það kveikti á öllu. Hrannar kom með stórkostlega innkomu, Úlfur hrikalega sterkur í sex-núll vörninni, það kom loksins lás í vörnina og Rökkvi fór að verja frábærlega í markinu. Fyrstu fjórar sóknirnar í leiknum vorum við að klikka dauðafærum, skutum í stöng og slá þannig staðan fyrstu tólf mínúturnar endurspeglar ekki alveg leikinn. Ég náði að útskýra fyrir strákunum hvað væri í gangi, við náðum einhvern veiginn að losa spennuna og láta loksins vaða.“ ÍR svaraði svo sannarlega fyrir sig í lok fyrri hálfleiks og mættu á parketið enn sterkari í síðari hálfleik. „Í síðari hálfleik er þetta bara jafn leikur og við látum reka okkur óskynsamlega út af og þessi örvhenti hjá Fram tekur aðeins yfir leikinn hjá þeim, við gerum síðan mistök sóknarlega og því miður voru þetta litlu hlutirnir sem verða okkur að falli hér í kvöld.“ Bjarni var ánægður með sína menn í kvöld en stressið hamlar þeim í leikjum eins og þessum. „Ég er ánægður með strákana, en ég er ekki ánægður með það að við séum þjakaðir af stressi í byrjun af því að þetta var alveg mikilvægur leikur, við hefðum getað nálgast þá og komið okkur aðeins inn í þetta mót. Ég er heldur ekki ánægður að við getum ekki gripið spennuna með okkur og nýta hana sem orku en í staðinn setjum við í handbremsu. Á móti Stjörnunni gerðist þetta og við náðum að leysa þetta í hálfleik, núna leystum við þetta á fyrstu tíu mínútunum en þetta er bara svona.“ Arnar Freyr Guðmundsson, leikmaður ÍR, átti alls ekki góðan dag fyrir lið sitt í kvöld og skoraði ekkert í mark Framara. „Hann var bara lélegur, stundum er maður bara lélegur og það er eiginlega bara málið með hann. Ég spilaði honum kannski of mikið, mér fannst Hrannar stórkostlegur en Arnar er okkar eina skytta þannig ég freistaðist aðeins of mikið að hafa hann inn á því hann er góð týpa og maður var alltaf að bíða eftir því að hann myndi hrökkva í gang.“ Framhaldið lítur vel út fyrir ÍR-inga að sögn Bjarna. „Í heildina eru komnir nokkrir ágætis leikir sem við erum að spila vel, mér finnst gaman að vinna með þeim og mjög margt gott sem er að gerast hjá okkur þannig ég er ekkert annað brattur.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti