Sérútgáfa Kærleikskúlunnar afhjúpuð á morgun Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 8. desember 2022 08:51 Sérútgáfa Kærleikskúlunnar verður afhjúpuð á morgun, föstudag en Kærleikskúlan sjálf var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í gær. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 og í ár kemur út tuttugasta útgáfa kúlunnar. Kúla með stroku eftir þýsku listakonuna Karin Sander er Kærleikskúla ársins 2022 en auk hinnar auk hinnar árlegu útgáfu Kærleikskúlunnar hefur Karin Sander einnig útbúið og gefið Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sérútgáfu Kærleikskúlunnar sem kemur út í aðeins tuttugu eintökum í tilefni af 20 ára útgáfuári hennar. Listakonan Karin Sanders hefur sterkar tengingar við íslenskt listalíf og Ísland. Hún er höfundur Kærleikskúlunnar í ár.Jens Ziehe Sérútgáfan verður afhjúpuð í viðveru listamannsins á morgun, föstudaginn 9. desember kl. 17, í i8 galleríi við Tryggvagötu 16, þar sem bæði Kærleikskúla ársins og sérútgáfan verða fáanlegar til sölu. Allur ágóði rennur óskiptur til sumarbúðanna í Reykjadalog eru áhugasamir hjartanlega velkomnir. Kúla með stroku Handgerð rauð pensilstroka listamannsins á Kærleikskúlunni svífur í jólatrénu stendur sem tákn um aðgát, sjálfsígrundun og um leið endapunkt ársins sem er að líða. Kúla með stroku er því hreyfanlegt, síbreytilegt málverk þar sem umhverfið verður hluti af verkinu. „Ég nálgaðist Kærleikskúluna eins og ég nálgast öll mín verkefni, rannsakaði söguna á bak við viðfangsefnið og hefðina, sögu stofnunarinnar sjálfrar, bakgrunn efnis og aðferða. Ég þekki fyrri útgáfur Kærleikskúlunnar og hver þeirra er einstök. Mín útfærsla er hreyfanleg pensilstroka, sem markar umhverfi sitt,” útskýrir Karin Sander, spurð út í nálgun hennar á útfærslu Kærleikskúlunnar. Karin Sander er einn fremsti og afkastamesti listamaður sinnar kynslóðar. Hún býr og starfar í Berlín og Zürich og hefur verið viðloðandi íslenskt listalíf síðan snemma á tíunda áratugnum. „Ég fæ innblástur gegnum það að halda áfram,” segir Karin en verk hennar einkennast af tilviljunum og tíma þar sem hún rýnir í tilbúnar aðstæður og rými út frá félags- og sögulegu samhengi. Verk hennar hafa verið sýnd á einkasýningum og tvíæringum um allan heim og finnast í opinberum söfnum og safneignum víða um lönd, þar á meðal Museum of Modern Art og Metropolitan-listasafninu í New York, Hirshhorn-safninu í Washington DC, San Francisco Museum of Modern Art, National Museum of Art í Osaka, Ísrael-safninu í Jerúsalem, Staatsgalerie Stuttgart, Kunstmuseum í Stuttgart og Listasafni Reykjavíkur. Karin Sander hefur gegnt prófessorstöðu í arkitektúr og listum við ETH (Swiss Federal Institute of Technology) í Zürich síðan 2007. Sander verður, ásamt Philip Ursprung, fulltrúi Sviss á átjánda alþjóðlega arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum 2023. Karin verður viðstödd afhjúpun sérútgáfu Kærleikskúlunnar í i8 galleríi og segist bera taugar til Íslands. „Ég er hrifin af Íslandi, landslaginu og fólkinu. Hér á ég góða vini og ég hlakka alltaf til að koma hingað. Ég hef haldið hér margar listsýningar og verk mín eru hluti af bæði einkasöfnum og safneign opinberra safna. Árið 2018-19 vann ég samkeppni um listaverk í almenningsrými í Vogabyggð sem ég vonast til að verði afhjúpað fljótlega,“ segir Karin. Kærleikskúlan hluti af jólahefðinni Kærleikskúlan hefur yfir árin fengið frábærar viðtökur landsmanna og er árleg útgáfa hennar orðin hluti af jólahefð margra. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals í Mosfellsdal sem Styrktarfélagið á og rekur ásamt Æfingastöðinni í Reykjavík. Boðið er upp á bæði sumar- og helgardvöl allt árið um kring sem er börnunum, ungmönnum og fjölskyldum þeirra afar mikilvæg en þar er lagt upp úr því að allir upplifi gleði og ævintýri - eignast vini og dýrmætar minningar. Auk þess hefur Reykjadalur staðið að sumarbúðum í Háholti í Skagafirði frá árinu 2020 og er undirbúningur fyrir komandi sumar þegar hafinn. Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt. Handhafi kærleikskúlunnar Steinunn Ása Þorvaldsdóttir er handhafi Kærleikskúlunnar 2022. Hún hefur látið til sín taka á mörgum sviðum samfélagsins, í rétttindabaráttu fatlaðs fólks, boðið sig fram til alþingis til að fylgja eftir hugsjónum sínum, tekist á við stofnanir og stjórnvöld ef þurft hefur og er hún einn af þáttastjórnendum sjónvarpsþáttarins margverðlaunaða ,,Með okkar augum”. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir er handhafi Kærleikskúlunnar 2022 Nýlega kom út bæklingurinn ,,Saga Steinunnar" hjá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þar rekur Steinunn Ása sína sögu og reynslu af fordómum og ofbeldi - og segir meðal annars: ,,Fáfræði er líka hræðsla - og fordómar eru hluti af okkur en við megum ekki láta fordóma stjórna okkur (...) það er mikilvægt að samfélagið taki fötluðu fólki eins og það er, beri virðingu fyrir því og geri ráð fyrir okkur. ... Eins og margoft hefur komið fram þá er það mikilvægt að halda áfram og gefast ekki upp. Reynslan okkar hjálpar til. Í dag er ég sjálf sterk og hugrökk kona sem vil segja söguna mína …" Sölutímabil Kærleikskúlunnar er 8.-23. Desember 2022. Kærleikskúlan kemur í takmörkuðu upplagi og er fáanleg í völdum verslunum um land allt, safnverslun Listasafns Reykjavíkur, i8 gallerí og netverslun SLF, kærleikskúlan.is. Jól Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 og í ár kemur út tuttugasta útgáfa kúlunnar. Kúla með stroku eftir þýsku listakonuna Karin Sander er Kærleikskúla ársins 2022 en auk hinnar auk hinnar árlegu útgáfu Kærleikskúlunnar hefur Karin Sander einnig útbúið og gefið Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sérútgáfu Kærleikskúlunnar sem kemur út í aðeins tuttugu eintökum í tilefni af 20 ára útgáfuári hennar. Listakonan Karin Sanders hefur sterkar tengingar við íslenskt listalíf og Ísland. Hún er höfundur Kærleikskúlunnar í ár.Jens Ziehe Sérútgáfan verður afhjúpuð í viðveru listamannsins á morgun, föstudaginn 9. desember kl. 17, í i8 galleríi við Tryggvagötu 16, þar sem bæði Kærleikskúla ársins og sérútgáfan verða fáanlegar til sölu. Allur ágóði rennur óskiptur til sumarbúðanna í Reykjadalog eru áhugasamir hjartanlega velkomnir. Kúla með stroku Handgerð rauð pensilstroka listamannsins á Kærleikskúlunni svífur í jólatrénu stendur sem tákn um aðgát, sjálfsígrundun og um leið endapunkt ársins sem er að líða. Kúla með stroku er því hreyfanlegt, síbreytilegt málverk þar sem umhverfið verður hluti af verkinu. „Ég nálgaðist Kærleikskúluna eins og ég nálgast öll mín verkefni, rannsakaði söguna á bak við viðfangsefnið og hefðina, sögu stofnunarinnar sjálfrar, bakgrunn efnis og aðferða. Ég þekki fyrri útgáfur Kærleikskúlunnar og hver þeirra er einstök. Mín útfærsla er hreyfanleg pensilstroka, sem markar umhverfi sitt,” útskýrir Karin Sander, spurð út í nálgun hennar á útfærslu Kærleikskúlunnar. Karin Sander er einn fremsti og afkastamesti listamaður sinnar kynslóðar. Hún býr og starfar í Berlín og Zürich og hefur verið viðloðandi íslenskt listalíf síðan snemma á tíunda áratugnum. „Ég fæ innblástur gegnum það að halda áfram,” segir Karin en verk hennar einkennast af tilviljunum og tíma þar sem hún rýnir í tilbúnar aðstæður og rými út frá félags- og sögulegu samhengi. Verk hennar hafa verið sýnd á einkasýningum og tvíæringum um allan heim og finnast í opinberum söfnum og safneignum víða um lönd, þar á meðal Museum of Modern Art og Metropolitan-listasafninu í New York, Hirshhorn-safninu í Washington DC, San Francisco Museum of Modern Art, National Museum of Art í Osaka, Ísrael-safninu í Jerúsalem, Staatsgalerie Stuttgart, Kunstmuseum í Stuttgart og Listasafni Reykjavíkur. Karin Sander hefur gegnt prófessorstöðu í arkitektúr og listum við ETH (Swiss Federal Institute of Technology) í Zürich síðan 2007. Sander verður, ásamt Philip Ursprung, fulltrúi Sviss á átjánda alþjóðlega arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum 2023. Karin verður viðstödd afhjúpun sérútgáfu Kærleikskúlunnar í i8 galleríi og segist bera taugar til Íslands. „Ég er hrifin af Íslandi, landslaginu og fólkinu. Hér á ég góða vini og ég hlakka alltaf til að koma hingað. Ég hef haldið hér margar listsýningar og verk mín eru hluti af bæði einkasöfnum og safneign opinberra safna. Árið 2018-19 vann ég samkeppni um listaverk í almenningsrými í Vogabyggð sem ég vonast til að verði afhjúpað fljótlega,“ segir Karin. Kærleikskúlan hluti af jólahefðinni Kærleikskúlan hefur yfir árin fengið frábærar viðtökur landsmanna og er árleg útgáfa hennar orðin hluti af jólahefð margra. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals í Mosfellsdal sem Styrktarfélagið á og rekur ásamt Æfingastöðinni í Reykjavík. Boðið er upp á bæði sumar- og helgardvöl allt árið um kring sem er börnunum, ungmönnum og fjölskyldum þeirra afar mikilvæg en þar er lagt upp úr því að allir upplifi gleði og ævintýri - eignast vini og dýrmætar minningar. Auk þess hefur Reykjadalur staðið að sumarbúðum í Háholti í Skagafirði frá árinu 2020 og er undirbúningur fyrir komandi sumar þegar hafinn. Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt. Handhafi kærleikskúlunnar Steinunn Ása Þorvaldsdóttir er handhafi Kærleikskúlunnar 2022. Hún hefur látið til sín taka á mörgum sviðum samfélagsins, í rétttindabaráttu fatlaðs fólks, boðið sig fram til alþingis til að fylgja eftir hugsjónum sínum, tekist á við stofnanir og stjórnvöld ef þurft hefur og er hún einn af þáttastjórnendum sjónvarpsþáttarins margverðlaunaða ,,Með okkar augum”. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir er handhafi Kærleikskúlunnar 2022 Nýlega kom út bæklingurinn ,,Saga Steinunnar" hjá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þar rekur Steinunn Ása sína sögu og reynslu af fordómum og ofbeldi - og segir meðal annars: ,,Fáfræði er líka hræðsla - og fordómar eru hluti af okkur en við megum ekki láta fordóma stjórna okkur (...) það er mikilvægt að samfélagið taki fötluðu fólki eins og það er, beri virðingu fyrir því og geri ráð fyrir okkur. ... Eins og margoft hefur komið fram þá er það mikilvægt að halda áfram og gefast ekki upp. Reynslan okkar hjálpar til. Í dag er ég sjálf sterk og hugrökk kona sem vil segja söguna mína …" Sölutímabil Kærleikskúlunnar er 8.-23. Desember 2022. Kærleikskúlan kemur í takmörkuðu upplagi og er fáanleg í völdum verslunum um land allt, safnverslun Listasafns Reykjavíkur, i8 gallerí og netverslun SLF, kærleikskúlan.is.
Sölutímabil Kærleikskúlunnar er 8.-23. Desember 2022. Kærleikskúlan kemur í takmörkuðu upplagi og er fáanleg í völdum verslunum um land allt, safnverslun Listasafns Reykjavíkur, i8 gallerí og netverslun SLF, kærleikskúlan.is.
Jól Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira