Breytingar á lögum um hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna komnar í samráðsgátt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 18:14 Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt Frumvarp að lögum varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt og gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi 1. janúar 2024, þ.e. eftir rúmt ár. Frumvarpið felur í sér að sett verði nýtt ákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn, sem kveði á um heimild til undanþágu frá reglu um hámarksaldur ríkisstarfsmanna sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og aðrar undanþágur í tengslum við hana. Markmið frumvarpsins er að auka sveigjanleika í starfslokum heilbrigðisstarfsmanna og er frumvarpið til þess fallið að bæta mönnun heilbrigðisþjónustunnar og þar með auka gæði hennar og auka öryggi sjúklinga. Talið er að frumvarpið muni bæta réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólk sem er yfir sjötugt og þegar starfar í heilbrigðiskerfinu. Einnig sé það til þess fallið að heilbrigðisstarfsfólk sem býr við góða heilsu eftir sjötugt muni í auknum mæli óska eftir því að leggja sitt af mörkum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegur liður í að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu Fram kemur að lykilþáttur í fyrirséðum versnandi mönnunarskorti sé sá að umtalsverður hluti heilbrigðisstarfsmanna nálgast eftirlaunaaldur og við 70 ára aldur er skylt að segja þeim upp. Lagasetningin er því talin nauðsynlegur liður í því markmiði að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu þó að ljóst sé að meira þurfi að gera til að ná markmiðum um mönnun. Samkvæmt undanþágunni verður heimilt að ráða heilbrigðisstarfsmann með tímabundnum ráðningasamningi til allt að tveggja ára í senn allt til 75 ára aldurs í starf við veitingu heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu, þrátt fyrir að skylt hafi verið að segja honum upp störfum við 70 ára aldur, enda hafi hann enn heilsu og áhuga til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu. Ákvæðið nær ekki til embættismanna. Í lagaheimildinni mun koma sérstaklega fram að starfið þurfi að felast í veitingu heilbrigðisþjónustu til sjúklinga, og er hér átt við bein klínísk störf, m.ö.o. á gólfinu. Einnig er gert ráð fyrir að starfið geti samhliða beinum klínískum störfum eða að öllu leyti falist í handleiðslu yngra heilbrigðisstarfsfólks og nema. Þá er í lokamálsgreininni sérstaklega tekið fram að undanþáguheimild ákvæðisins gildi ekki um ráðningu í yfirmanns- eða stjórnunarstöður hjá ríkinu þar sem mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins liggur ekki þar. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00 Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Frumvarpið felur í sér að sett verði nýtt ákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn, sem kveði á um heimild til undanþágu frá reglu um hámarksaldur ríkisstarfsmanna sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og aðrar undanþágur í tengslum við hana. Markmið frumvarpsins er að auka sveigjanleika í starfslokum heilbrigðisstarfsmanna og er frumvarpið til þess fallið að bæta mönnun heilbrigðisþjónustunnar og þar með auka gæði hennar og auka öryggi sjúklinga. Talið er að frumvarpið muni bæta réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólk sem er yfir sjötugt og þegar starfar í heilbrigðiskerfinu. Einnig sé það til þess fallið að heilbrigðisstarfsfólk sem býr við góða heilsu eftir sjötugt muni í auknum mæli óska eftir því að leggja sitt af mörkum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegur liður í að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu Fram kemur að lykilþáttur í fyrirséðum versnandi mönnunarskorti sé sá að umtalsverður hluti heilbrigðisstarfsmanna nálgast eftirlaunaaldur og við 70 ára aldur er skylt að segja þeim upp. Lagasetningin er því talin nauðsynlegur liður í því markmiði að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu þó að ljóst sé að meira þurfi að gera til að ná markmiðum um mönnun. Samkvæmt undanþágunni verður heimilt að ráða heilbrigðisstarfsmann með tímabundnum ráðningasamningi til allt að tveggja ára í senn allt til 75 ára aldurs í starf við veitingu heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu, þrátt fyrir að skylt hafi verið að segja honum upp störfum við 70 ára aldur, enda hafi hann enn heilsu og áhuga til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu. Ákvæðið nær ekki til embættismanna. Í lagaheimildinni mun koma sérstaklega fram að starfið þurfi að felast í veitingu heilbrigðisþjónustu til sjúklinga, og er hér átt við bein klínísk störf, m.ö.o. á gólfinu. Einnig er gert ráð fyrir að starfið geti samhliða beinum klínískum störfum eða að öllu leyti falist í handleiðslu yngra heilbrigðisstarfsfólks og nema. Þá er í lokamálsgreininni sérstaklega tekið fram að undanþáguheimild ákvæðisins gildi ekki um ráðningu í yfirmanns- eða stjórnunarstöður hjá ríkinu þar sem mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins liggur ekki þar.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00 Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50
Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00
Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20