Breytingar á lögum um hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna komnar í samráðsgátt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 18:14 Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt Frumvarp að lögum varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt og gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi 1. janúar 2024, þ.e. eftir rúmt ár. Frumvarpið felur í sér að sett verði nýtt ákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn, sem kveði á um heimild til undanþágu frá reglu um hámarksaldur ríkisstarfsmanna sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og aðrar undanþágur í tengslum við hana. Markmið frumvarpsins er að auka sveigjanleika í starfslokum heilbrigðisstarfsmanna og er frumvarpið til þess fallið að bæta mönnun heilbrigðisþjónustunnar og þar með auka gæði hennar og auka öryggi sjúklinga. Talið er að frumvarpið muni bæta réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólk sem er yfir sjötugt og þegar starfar í heilbrigðiskerfinu. Einnig sé það til þess fallið að heilbrigðisstarfsfólk sem býr við góða heilsu eftir sjötugt muni í auknum mæli óska eftir því að leggja sitt af mörkum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegur liður í að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu Fram kemur að lykilþáttur í fyrirséðum versnandi mönnunarskorti sé sá að umtalsverður hluti heilbrigðisstarfsmanna nálgast eftirlaunaaldur og við 70 ára aldur er skylt að segja þeim upp. Lagasetningin er því talin nauðsynlegur liður í því markmiði að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu þó að ljóst sé að meira þurfi að gera til að ná markmiðum um mönnun. Samkvæmt undanþágunni verður heimilt að ráða heilbrigðisstarfsmann með tímabundnum ráðningasamningi til allt að tveggja ára í senn allt til 75 ára aldurs í starf við veitingu heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu, þrátt fyrir að skylt hafi verið að segja honum upp störfum við 70 ára aldur, enda hafi hann enn heilsu og áhuga til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu. Ákvæðið nær ekki til embættismanna. Í lagaheimildinni mun koma sérstaklega fram að starfið þurfi að felast í veitingu heilbrigðisþjónustu til sjúklinga, og er hér átt við bein klínísk störf, m.ö.o. á gólfinu. Einnig er gert ráð fyrir að starfið geti samhliða beinum klínískum störfum eða að öllu leyti falist í handleiðslu yngra heilbrigðisstarfsfólks og nema. Þá er í lokamálsgreininni sérstaklega tekið fram að undanþáguheimild ákvæðisins gildi ekki um ráðningu í yfirmanns- eða stjórnunarstöður hjá ríkinu þar sem mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins liggur ekki þar. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00 Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Frumvarpið felur í sér að sett verði nýtt ákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn, sem kveði á um heimild til undanþágu frá reglu um hámarksaldur ríkisstarfsmanna sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og aðrar undanþágur í tengslum við hana. Markmið frumvarpsins er að auka sveigjanleika í starfslokum heilbrigðisstarfsmanna og er frumvarpið til þess fallið að bæta mönnun heilbrigðisþjónustunnar og þar með auka gæði hennar og auka öryggi sjúklinga. Talið er að frumvarpið muni bæta réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólk sem er yfir sjötugt og þegar starfar í heilbrigðiskerfinu. Einnig sé það til þess fallið að heilbrigðisstarfsfólk sem býr við góða heilsu eftir sjötugt muni í auknum mæli óska eftir því að leggja sitt af mörkum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegur liður í að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu Fram kemur að lykilþáttur í fyrirséðum versnandi mönnunarskorti sé sá að umtalsverður hluti heilbrigðisstarfsmanna nálgast eftirlaunaaldur og við 70 ára aldur er skylt að segja þeim upp. Lagasetningin er því talin nauðsynlegur liður í því markmiði að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu þó að ljóst sé að meira þurfi að gera til að ná markmiðum um mönnun. Samkvæmt undanþágunni verður heimilt að ráða heilbrigðisstarfsmann með tímabundnum ráðningasamningi til allt að tveggja ára í senn allt til 75 ára aldurs í starf við veitingu heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu, þrátt fyrir að skylt hafi verið að segja honum upp störfum við 70 ára aldur, enda hafi hann enn heilsu og áhuga til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu. Ákvæðið nær ekki til embættismanna. Í lagaheimildinni mun koma sérstaklega fram að starfið þurfi að felast í veitingu heilbrigðisþjónustu til sjúklinga, og er hér átt við bein klínísk störf, m.ö.o. á gólfinu. Einnig er gert ráð fyrir að starfið geti samhliða beinum klínískum störfum eða að öllu leyti falist í handleiðslu yngra heilbrigðisstarfsfólks og nema. Þá er í lokamálsgreininni sérstaklega tekið fram að undanþáguheimild ákvæðisins gildi ekki um ráðningu í yfirmanns- eða stjórnunarstöður hjá ríkinu þar sem mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins liggur ekki þar.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00 Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50
Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00
Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20