Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. desember 2022 21:00 Sveinbjörn Berentsson kom að aðgerðum í gær Vísir/Sigurjón Guðni Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn. Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“ Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“
Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16
Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08