„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 20:16 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. „Nei, það voru aðrir þættir í dag sem voru bara ekki nægilega góðir. Tæknifeilar hér og þar og vörn og markvarsla datt aðeins niður. Þannig nei, ekkert svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn eftir leikinn. Þá segir hann fátt hafa komið sér á óvart í leik ungverska liðsins, nema kannski hversu mikið liðið fagnaði í leikslok. „Kannski hvað þeir fögnuðu þessu stigi mikið, það kannski kom mér mest á óvart í leiknum. En að öðru leyti vorum við vel undirbúnir og auðvitað hefðum við getað framkvæmt einhverja hluti betur hér og þar.“ Snorri segir einnig að hans menn geti helst sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið bæði stigin í leik kvöldsins. „Við náttúrulega héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot og við glutruðum því of fljótt niður. Auðvitað er eitt og annað sem veldur því, en fyrst og fremst fannst mér klaufalegir tæknifeilar og bara hlutir sem við þurfum að gera betur til að halda svona forskoti í svona keppni. Það er of dýrt að þetta fari svona fljótt.“ Mikið álag er á Valsmönnum þessa dagana og næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn þegar liðið heimsækir Aftureldingu í Olís-deild karla. Snorri er viss um að sínir menn verði klárir í það verkefni. „Ég held að menn verði alveg klárir. Við finnum allavegana einhverjar leiðir til þess og mætum þangað til að sækja tvö stig. Það verður erfitt, engin spurning. Afturelding er með gott lið og allt það, en við erum líka með menn sem eru ferskir og geta spilað þann leik. Við tökum stöðuna þegar heim er komið um hvernig standi við erum í og hverja við látum spila,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Nei, það voru aðrir þættir í dag sem voru bara ekki nægilega góðir. Tæknifeilar hér og þar og vörn og markvarsla datt aðeins niður. Þannig nei, ekkert svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn eftir leikinn. Þá segir hann fátt hafa komið sér á óvart í leik ungverska liðsins, nema kannski hversu mikið liðið fagnaði í leikslok. „Kannski hvað þeir fögnuðu þessu stigi mikið, það kannski kom mér mest á óvart í leiknum. En að öðru leyti vorum við vel undirbúnir og auðvitað hefðum við getað framkvæmt einhverja hluti betur hér og þar.“ Snorri segir einnig að hans menn geti helst sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið bæði stigin í leik kvöldsins. „Við náttúrulega héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot og við glutruðum því of fljótt niður. Auðvitað er eitt og annað sem veldur því, en fyrst og fremst fannst mér klaufalegir tæknifeilar og bara hlutir sem við þurfum að gera betur til að halda svona forskoti í svona keppni. Það er of dýrt að þetta fari svona fljótt.“ Mikið álag er á Valsmönnum þessa dagana og næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn þegar liðið heimsækir Aftureldingu í Olís-deild karla. Snorri er viss um að sínir menn verði klárir í það verkefni. „Ég held að menn verði alveg klárir. Við finnum allavegana einhverjar leiðir til þess og mætum þangað til að sækja tvö stig. Það verður erfitt, engin spurning. Afturelding er með gott lið og allt það, en við erum líka með menn sem eru ferskir og geta spilað þann leik. Við tökum stöðuna þegar heim er komið um hvernig standi við erum í og hverja við látum spila,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02