Máttugur Mitchell og glæsilegur Dončić leiddu lið sín til sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 10:31 Leikmenn Los Angeles Lakers áttu engin svör gegn Donavan Mitchell í nótt. Jason Miller/Getty Images Aðeins fóru þrír leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Segja má að Donavan Mitchell, leikmaður Cleveland Cavaliers, og Luka Dončić, leikmaður Dallas Mavericks, hafi stolið senunni. LeBron James var mættur á sinn gamla heimavöll er Cleveland tók á móti Los Angeles Lakers. Gestirnir hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast og voru til alls líklegir fyrir leik næturinnar. Það var hins vegar snemma ljóst að Anthony Davis, sem hefur verið meginástæða þess að Lakers virðist vera rétta úr kútnum, gengi ekki heill til skógar. Hann entist í aðeins átta mínútur en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs var hann einfaldlega veikur og gat því ekki spilað. Án hans áttu leikmenn Lakers erfitt uppdráttar og tókst þeim engan veginn að beisla áðurnefndan Mitchell. Segja má að bestu þrír leikmenn Cleveland hafi allir leikið lausum hala í 14 stiga sigri liðsins, lokatölur 116-102. Donovan Mitchell went OFF in Cleveland43 PTS (season-high)6 REB5 AST4 STL4 3PMWWhat a night for Spida. pic.twitter.com/XyBXODWXfB— NBA (@NBA) December 7, 2022 Mitchell fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 43 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jarrett Allen með 24 stig og 11 fráköst á meðan Darius Garland skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Lakers var LeBron stigahæstur með 21 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Þar á eftir kom Thomas Bryant með 19 stig á meðan Dennis Schröder og Russell Westbrook skoruðu 16 stig hvor. Leikur Denver Nuggets og Dallas var sannkallaður háspennuleikur þar sem Dallas tryggði sér sigurinn í blálokin, lokatölur þar 115-116. Dorian Finney-Smith called game #PhantomCam pic.twitter.com/jXwkWxYu1X— NBA (@NBA) December 7, 2022 Dončić var að venju allt í öllu hjá Dallas og endaði með þrefalda tvennu, hans sjötta á leiktíðinni. Ásamt því að skora 22 stig þá gaf hann 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Dallas þar sem Tim Hardaway Jr. skoraði 29 stig. Luka posted his 6th triple-double of the season in the Mavs W tonight.22 PTS10 REB12 AST4 3PM pic.twitter.com/P8TAE7Zn0J— NBA (@NBA) December 7, 2022 Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 27 stig á meðan Nikola Jokić skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Að lokum vann Detroit Pistons óvæntan stórsigur á Miami Heat, lokatölur 116-96 Detroit í vil. Bojan Bogdanović fór fyrir sínum mönnum í Pistons en hann skoraði 31 stig í liði þar sem alls sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Tyler Herro var stigahæstur í liði Heat með 34 stig. The updated NBA standings https://t.co/6FlAli0aPP pic.twitter.com/rF2dq8mS71— NBA (@NBA) December 7, 2022 Körfubolti NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira
LeBron James var mættur á sinn gamla heimavöll er Cleveland tók á móti Los Angeles Lakers. Gestirnir hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast og voru til alls líklegir fyrir leik næturinnar. Það var hins vegar snemma ljóst að Anthony Davis, sem hefur verið meginástæða þess að Lakers virðist vera rétta úr kútnum, gengi ekki heill til skógar. Hann entist í aðeins átta mínútur en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs var hann einfaldlega veikur og gat því ekki spilað. Án hans áttu leikmenn Lakers erfitt uppdráttar og tókst þeim engan veginn að beisla áðurnefndan Mitchell. Segja má að bestu þrír leikmenn Cleveland hafi allir leikið lausum hala í 14 stiga sigri liðsins, lokatölur 116-102. Donovan Mitchell went OFF in Cleveland43 PTS (season-high)6 REB5 AST4 STL4 3PMWWhat a night for Spida. pic.twitter.com/XyBXODWXfB— NBA (@NBA) December 7, 2022 Mitchell fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 43 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jarrett Allen með 24 stig og 11 fráköst á meðan Darius Garland skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Lakers var LeBron stigahæstur með 21 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Þar á eftir kom Thomas Bryant með 19 stig á meðan Dennis Schröder og Russell Westbrook skoruðu 16 stig hvor. Leikur Denver Nuggets og Dallas var sannkallaður háspennuleikur þar sem Dallas tryggði sér sigurinn í blálokin, lokatölur þar 115-116. Dorian Finney-Smith called game #PhantomCam pic.twitter.com/jXwkWxYu1X— NBA (@NBA) December 7, 2022 Dončić var að venju allt í öllu hjá Dallas og endaði með þrefalda tvennu, hans sjötta á leiktíðinni. Ásamt því að skora 22 stig þá gaf hann 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Dallas þar sem Tim Hardaway Jr. skoraði 29 stig. Luka posted his 6th triple-double of the season in the Mavs W tonight.22 PTS10 REB12 AST4 3PM pic.twitter.com/P8TAE7Zn0J— NBA (@NBA) December 7, 2022 Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 27 stig á meðan Nikola Jokić skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Að lokum vann Detroit Pistons óvæntan stórsigur á Miami Heat, lokatölur 116-96 Detroit í vil. Bojan Bogdanović fór fyrir sínum mönnum í Pistons en hann skoraði 31 stig í liði þar sem alls sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Tyler Herro var stigahæstur í liði Heat með 34 stig. The updated NBA standings https://t.co/6FlAli0aPP pic.twitter.com/rF2dq8mS71— NBA (@NBA) December 7, 2022
Körfubolti NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira