„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 14:00 Kjartan segir meirihlutann ekki hafa gengið nógu langt í hagræðingaraðgerðum. Vísir Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin tekur mið af nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar og gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára, 2023 til 2027. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga vel, umræðurnar málefnalegar. Það reyndist vera miklu breiðari stuðningur við fjölmargar af þeim hagræðingartillögum sem við höfum lagt fram en umræðan gaf til kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Útfæra og innleiða þurfi hagræðingaraðgerðir af virðingu við borgarana. Meðal þeirra hagræðinga sem hafa verið gagnrýndar er lokun Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir en borgin tók við rekstrinum af Rauða Krossinum í júlí síðastliðnum. „Hugmyndin er að þjóna [þessum hópi] með öðrum hætti í samhengi við aðra þjónustu borgarinnar. Næsta skref í því er að setjast niður með geðhjálp og öðrum sem koma að málaflokknum til að finna góða lendingu varðandi það,“ segir Dagur. Minnihlutinn segir aðgerðirnar ekki nógu drastískar. „Þessi fjárhagsáætlun sýnir að það á að halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn. Það eru mjög slæm tíðindi fyrir borgarbúa að það skuli að eiga að bæta enn við skuldirnar,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á dögunum sjö milljarða króna sparnaðaraðgerðir, sem voru ekki samþykktar. „Hagræðingin er samt ekki svo mikil. Það sér varla högg á vatni og ástandið er þannig að það hefði þurft að ráðast í miklu víðtækari og stærri hagræðingaraðgerðir.“ Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin tekur mið af nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar og gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára, 2023 til 2027. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga vel, umræðurnar málefnalegar. Það reyndist vera miklu breiðari stuðningur við fjölmargar af þeim hagræðingartillögum sem við höfum lagt fram en umræðan gaf til kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Útfæra og innleiða þurfi hagræðingaraðgerðir af virðingu við borgarana. Meðal þeirra hagræðinga sem hafa verið gagnrýndar er lokun Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir en borgin tók við rekstrinum af Rauða Krossinum í júlí síðastliðnum. „Hugmyndin er að þjóna [þessum hópi] með öðrum hætti í samhengi við aðra þjónustu borgarinnar. Næsta skref í því er að setjast niður með geðhjálp og öðrum sem koma að málaflokknum til að finna góða lendingu varðandi það,“ segir Dagur. Minnihlutinn segir aðgerðirnar ekki nógu drastískar. „Þessi fjárhagsáætlun sýnir að það á að halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn. Það eru mjög slæm tíðindi fyrir borgarbúa að það skuli að eiga að bæta enn við skuldirnar,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á dögunum sjö milljarða króna sparnaðaraðgerðir, sem voru ekki samþykktar. „Hagræðingin er samt ekki svo mikil. Það sér varla högg á vatni og ástandið er þannig að það hefði þurft að ráðast í miklu víðtækari og stærri hagræðingaraðgerðir.“
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45