Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2022 09:00 Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru jafnaldrar (fæddir 1984) og héldust í hendur í gegnum allan ferilinn. vísir/vilhelm Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. Ásgeir og Arnór voru aðalmennirnir í íslenska U-18 ára landsliðinu sem varð Evrópumeistari 2004. Þeir spiluðu svo lengi saman í A-landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. Ásgeir var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þriðja þætti Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaröð um silfurliðið í Peking. Þar ræddi Ásgeir meðal annars um vináttu sína og Arnórs. „Við erum frábærir vinir. Við byrjuðum á því að keppa á móti hvor öðrum og væntanlega þola ekki hvor annan. Svo vorum við báðir teknir inn í unglingalandslið með mönnum tveimur árum eldri en við. Þá byrjuðum við á að vera herbergisfélagar og vorum það í tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Við upplifðum allt saman. Alls konar vandræði, gleði og sorg. Við eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband. Maður var heppinn að það var manneskja þarna á sama tíma og maður fær að fara í gegnum þetta ferðalag með honum. Ég hefði ekki getað verið heppnari.“ Ásgeir og Arnór hafa eytt rosalega miklum tíma saman, álíka miklum og með mökum sínum. „Fyrir utan konuna hefur enginn sofið oftar með mér en Arnór. Þetta voru sex vikur á ári í næstum því tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Þetta líf er mikið hangs, vera inni á herbergi. Við getum talað um hvað sem er, hvenær sem er.“ Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira
Ásgeir og Arnór voru aðalmennirnir í íslenska U-18 ára landsliðinu sem varð Evrópumeistari 2004. Þeir spiluðu svo lengi saman í A-landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. Ásgeir var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þriðja þætti Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaröð um silfurliðið í Peking. Þar ræddi Ásgeir meðal annars um vináttu sína og Arnórs. „Við erum frábærir vinir. Við byrjuðum á því að keppa á móti hvor öðrum og væntanlega þola ekki hvor annan. Svo vorum við báðir teknir inn í unglingalandslið með mönnum tveimur árum eldri en við. Þá byrjuðum við á að vera herbergisfélagar og vorum það í tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Við upplifðum allt saman. Alls konar vandræði, gleði og sorg. Við eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband. Maður var heppinn að það var manneskja þarna á sama tíma og maður fær að fara í gegnum þetta ferðalag með honum. Ég hefði ekki getað verið heppnari.“ Ásgeir og Arnór hafa eytt rosalega miklum tíma saman, álíka miklum og með mökum sínum. „Fyrir utan konuna hefur enginn sofið oftar með mér en Arnór. Þetta voru sex vikur á ári í næstum því tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Þetta líf er mikið hangs, vera inni á herbergi. Við getum talað um hvað sem er, hvenær sem er.“ Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00