Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 16:00 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal. Dómurinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, féll þann 29. nóvember en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa haustið 2019 og vorið 2020, þegar hann var fimmtán ára, brotið gegn þremur stúlkum, sem voru þá þrettán til fimmtán ára gamlar. Yngsta stúlkan þrettán ára Brotin eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni árið 2019. Hafði hann að minnsta kosti þrisvar haft, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, samræði við stúlku sem var þá þrettán ára gömul. Þá var hann dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa í september 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnnur kynferðismök en samræði við stúlku sem var þá fimmtán ára. Hafði hann girt niður um stúlkuna, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. Að lokum var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í maí 2020 haft samræði við stúlku sem var þá fjórtán ára gömul en hann sextán ára. Játaði strax en málið tafðist í rúm tvö ár Við ákvörðun dómsins var litið til þess að maðurinn hafi játað brotin skýlaust fyrir dómi. Á sama tíma hafi þó verið um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og þótti sýnt að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og muni marka líf þeirra til frambúðar. Var því ákveðið að hæfileg refsing yrði tveggja og hálfs árs fangelsi. Á móti kom að málið hefði dregist full lengi en rannsókn hófst vorið 2020 og var málið ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2022, rúmum tveimur árum síðar. Í því ljósi, auk ungs aldurs ákærða, var ákveðið að refsingin yrði skilorðsbundin til fjögurra ára. Sex milljónir í miskabætur Maðurinn féllst á bótaskyldu í málinu en farið var fram á þrjár milljónir króna fyrir hönd hvers brotaþola. Fallist var á kröfu fyrstu stúlkunnar en af vottorði sálfræðings mátti ráða að hún væri með mörg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg depurðareinkenni, streitueinkenni og mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Þá hafi brotin hafi verið til þess fallin að valda henni alvarlegum miska. Að mati dómsins lágu ekki fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar brotanna á hinar tvær stúlkurnar. Brot hins ákærða hafi þó verið í eðli sínu alvarleg og til þess fallin að valda brotaþolum verulegum miska. Voru bætur ákveðnar tvær milljónir króna fyrir aðra og ein milljón króna fyrir hina. Þá var manninum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 1.283.400 krónur, þóknun skipaðra réttargæslumanna stúlknanna, alls 1.255.500 krónur, og annan sakarkostnað, 510 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Dómurinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, féll þann 29. nóvember en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa haustið 2019 og vorið 2020, þegar hann var fimmtán ára, brotið gegn þremur stúlkum, sem voru þá þrettán til fimmtán ára gamlar. Yngsta stúlkan þrettán ára Brotin eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni árið 2019. Hafði hann að minnsta kosti þrisvar haft, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, samræði við stúlku sem var þá þrettán ára gömul. Þá var hann dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa í september 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnnur kynferðismök en samræði við stúlku sem var þá fimmtán ára. Hafði hann girt niður um stúlkuna, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. Að lokum var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í maí 2020 haft samræði við stúlku sem var þá fjórtán ára gömul en hann sextán ára. Játaði strax en málið tafðist í rúm tvö ár Við ákvörðun dómsins var litið til þess að maðurinn hafi játað brotin skýlaust fyrir dómi. Á sama tíma hafi þó verið um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og þótti sýnt að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og muni marka líf þeirra til frambúðar. Var því ákveðið að hæfileg refsing yrði tveggja og hálfs árs fangelsi. Á móti kom að málið hefði dregist full lengi en rannsókn hófst vorið 2020 og var málið ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2022, rúmum tveimur árum síðar. Í því ljósi, auk ungs aldurs ákærða, var ákveðið að refsingin yrði skilorðsbundin til fjögurra ára. Sex milljónir í miskabætur Maðurinn féllst á bótaskyldu í málinu en farið var fram á þrjár milljónir króna fyrir hönd hvers brotaþola. Fallist var á kröfu fyrstu stúlkunnar en af vottorði sálfræðings mátti ráða að hún væri með mörg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg depurðareinkenni, streitueinkenni og mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Þá hafi brotin hafi verið til þess fallin að valda henni alvarlegum miska. Að mati dómsins lágu ekki fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar brotanna á hinar tvær stúlkurnar. Brot hins ákærða hafi þó verið í eðli sínu alvarleg og til þess fallin að valda brotaþolum verulegum miska. Voru bætur ákveðnar tvær milljónir króna fyrir aðra og ein milljón króna fyrir hina. Þá var manninum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 1.283.400 krónur, þóknun skipaðra réttargæslumanna stúlknanna, alls 1.255.500 krónur, og annan sakarkostnað, 510 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira