Þingmenn kasta á milli sín heitri klámkartöflu Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2022 15:44 Arndís telur ekki að frumvarp hennar um afnám banns við klámi hefði haft áhrif á ólguna sem reis vegna klámmyndbands sem tekið var upp í sjúkrabíl. Öll umræðan, þar með talið yfirlýsingar frá slökkviliðinu sjálfu, bera þess vott að blygðunarsemi fólks sé særð, en ekki að litið sé á þetta sem hegningarlagabrot eða annan glæp. vísir/vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess. Frumvarpið er í umsagnarferli en nýlegir atburðir sem gætu tengst því er klámmyndagerð í sjúkrabifreið sem vakti upp almenna hneykslan og vandlætingu. Málið vekur upp þær spurningar hvort þetta frumvarp hefði að einhverju leyti getað forðað sjúkraflutningamanninum sem í hlut átti frá því að missa starf sitt? Arndís er á því, í samtali við Vísi, að upphlaupið sem orðið hefur vegna þessa sé að sönnu athyglisvert. Hún segist verða að setja fyrirvara á mál sitt þann að hún hafi ekki séð umrætt myndband né hver aðkoma þessa starfsmanns að málinu sé, nákvæmlega. „Það er áhugavert, en kemur um leið ekki á óvart, að viðbrögðin við þessu lúta einmitt að þessari blygðunarsemi fólks sem er særð og þar virðist spila mjög sterkt inn í að vettvangurinn er sjúkrabíll.“ En má ætla að yfirstjórnin hafi hugsanlega farið fram úr sér með því að reka manninn umsvifalaust. Sé til að mynda litið til stjórnsýslulaga, hvort ekki hafi verið lágmarkið að veita manninum áminningu? Arndís segir að ekki liggi nógu mikið fyrir um málið til að hægt sé að taka til þess afstöðu. „Í yfirlýsingunni kemur ekki fram að starfsmanninum hafi verið sagt upp, heldur aðeins að hann starfi ekki lengur hjá SHS. Það er auðvitað erfitt að segja án meiri upplýsinga hvort þau starfslok hafi verið í samræmi við lög eða ekki.“ En það er eiginlega ómögulegt annað en að draga þá ályktun að um sé að ræða klárt orsakasamhengi? „Nei, orsakasamhengið er ljóst, en hvort starfsmaðurinn til dæmis hætti sjálfur eða hvort hann var þvingaður til þess að hætta með einhverjum hætti, það kemur ekki fram.“ Í frumvarpi Arndísar segir meðal annars: „Túlkun dómstóla hér á landi hefur því verið sú að klám teljist það efni sem sýni ýmsar kynlífsathafnir, og er ekki gerð krafa um að það teljist misbjóðandi, sýni manneskjur í niðurlægjandi ljósi eða feli í sér ofbeldi. Sú túlkun dómstóla er í samræmi við almenna notkun orðsins í daglegu tali á Íslandi, en þó er skilgreining hugtaksins bæði umdeild og misjöfn eftir löndum, tímabilum, viðhorfum til kynlífs og jafnvel einstökum hópum innan þeirra mengja.“ Blygðunarsemi fólks er særð Heldur þú að ef frumvarpið væri orðið að lögum hefði það haft áhrif á þetta mál? „Nei, nefnilega ekki! Öll umræðan í kringum þetta mál, þar með talið yfirlýsingar frá slökkviliðinu sjálfu, bera þess vott að blygðunarsemi fólks sé særð, en ekki að litið sé á þetta sem hegningarlagabrot eða annan glæp. Það er ekki farið í að rannsaka umgjörðina til dæmis, hvort í þessu séu til dæmis einhverjir þolendur eða eitthvað slíkt, sem er kannski það sem bent hefur verið á að ætti að vera tilgangur lagaumgjörðarinnar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur skilað inn umsögn um frumvarp Arndísar þar sem hann bendir á að óljós og óskýr refsiákvæði sem nú eru í gildi, hvar merkingin er umdeild og beiting þeirra lítil sem engin, að þá skapast kjörnar aðstæður fyrir geðþóttabeitingu.vísir/arnar En það er einmitt hvorki tilgangur ákvæðisins né túlkun, heldur snýst það um þennan siðferðislega vinkil, og það er þetta sem ég er að benda meðal á með framlagningu þessa máls.“ Arndís bendir á að afar athyglisverð umsögn hafi borist frá Helga Gunnlaugssyni, afbrotafræðingi: „Þar sem hann bendi á hvernig svona refsiákvæði, sem eru óljós og óskýr, merkingin umdeild og beiting þeirra lítil sem engin, að þá skapast kjörnar aðstæður fyrir geðþóttabeitingu. Í samanburði til dæmis við fólkið sem framleiðir klám undir nafni, til dæmis í gegnum OnlyFans, þar er í raun ekkert aðhafst þrátt fyrir að um sé að ræða tiltölulega skýr brot á þessu ákvæði.“ Arndís telur þetta mál varpa ágætlega skýrri mynd á þá stöðu sem lýst er í frumvarpinu hennar. „Þau vandamál sem ákvæðið skapar og hversu illa ákvæðið er til þess fallið að ná markmiðum sem við ættum að vera að stefna að þegar kemur að klámi, sem er fyrst og fremst vernd fólks gegn ofbeldi.“ Þingmenn vilja sem minnst af kláminu vita Varðandi frumvarpið sjálft, hverjar meturðu líkurnar á því að það fari í gegnum þingið? Er þar ekki fyrir á fleti stór hópur þingmanna sem mun gera allt frekar en styggja hinn meinta siðprúða meirihluta? Þó Arndís Anna hafi enga trú á því að frumvarpið fari í gegnum þingið þá er hún ánægð með þá umræðu sem hefur skapast um málið, en sú umræða hefur reyndar að mestu farið fram utan þings. Þingmenn vilja helst ekki feta sig inná þetta jarðsprengjusvæði.vísir/arnar „Ég hef auðvitað enga trú á því að þetta fari í gegnum þingið. Annars vegar þar sem þetta er þingmannamál og þeim er bara örfáum hleypt í gegn á ári hverju af hálfu meirihlutans. Og svo kannski vegna þess hversu mikið fólk forðast þessa umræðu. Það hafa reyndar ekki margir stigið fram og lýst sig andvíga þessu, það er frekar að fólki finnist umræðan óþægileg og vilji halda sig frá henni.“ Umfjöllunarefni frumvarpsins er jarðsprengjusvæði? „Augljóslega. En ég er ánægð með þá umræðu sem er að skapast í kringum þetta mál, þar á meðal í formi umsagna um frumvarpið sem berast þinginu, og hef trú á því að þetta geti leitt til einhverra framfara á þessu sviði.“ Alþingi Slökkvilið Klám Píratar Tengdar fréttir Dagatal með léttklæddum íslenskum slökkviliðsmönnum Safna fyrir ferð á Heimsleika Slökkviliðs- og lögreglumanna, WPFG. 5. desember 2014 12:50 Hvetja stjórnvöld til að hafna frumvarpi um afnám banns við klámi Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins. 7. desember 2022 22:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Frumvarpið er í umsagnarferli en nýlegir atburðir sem gætu tengst því er klámmyndagerð í sjúkrabifreið sem vakti upp almenna hneykslan og vandlætingu. Málið vekur upp þær spurningar hvort þetta frumvarp hefði að einhverju leyti getað forðað sjúkraflutningamanninum sem í hlut átti frá því að missa starf sitt? Arndís er á því, í samtali við Vísi, að upphlaupið sem orðið hefur vegna þessa sé að sönnu athyglisvert. Hún segist verða að setja fyrirvara á mál sitt þann að hún hafi ekki séð umrætt myndband né hver aðkoma þessa starfsmanns að málinu sé, nákvæmlega. „Það er áhugavert, en kemur um leið ekki á óvart, að viðbrögðin við þessu lúta einmitt að þessari blygðunarsemi fólks sem er særð og þar virðist spila mjög sterkt inn í að vettvangurinn er sjúkrabíll.“ En má ætla að yfirstjórnin hafi hugsanlega farið fram úr sér með því að reka manninn umsvifalaust. Sé til að mynda litið til stjórnsýslulaga, hvort ekki hafi verið lágmarkið að veita manninum áminningu? Arndís segir að ekki liggi nógu mikið fyrir um málið til að hægt sé að taka til þess afstöðu. „Í yfirlýsingunni kemur ekki fram að starfsmanninum hafi verið sagt upp, heldur aðeins að hann starfi ekki lengur hjá SHS. Það er auðvitað erfitt að segja án meiri upplýsinga hvort þau starfslok hafi verið í samræmi við lög eða ekki.“ En það er eiginlega ómögulegt annað en að draga þá ályktun að um sé að ræða klárt orsakasamhengi? „Nei, orsakasamhengið er ljóst, en hvort starfsmaðurinn til dæmis hætti sjálfur eða hvort hann var þvingaður til þess að hætta með einhverjum hætti, það kemur ekki fram.“ Í frumvarpi Arndísar segir meðal annars: „Túlkun dómstóla hér á landi hefur því verið sú að klám teljist það efni sem sýni ýmsar kynlífsathafnir, og er ekki gerð krafa um að það teljist misbjóðandi, sýni manneskjur í niðurlægjandi ljósi eða feli í sér ofbeldi. Sú túlkun dómstóla er í samræmi við almenna notkun orðsins í daglegu tali á Íslandi, en þó er skilgreining hugtaksins bæði umdeild og misjöfn eftir löndum, tímabilum, viðhorfum til kynlífs og jafnvel einstökum hópum innan þeirra mengja.“ Blygðunarsemi fólks er særð Heldur þú að ef frumvarpið væri orðið að lögum hefði það haft áhrif á þetta mál? „Nei, nefnilega ekki! Öll umræðan í kringum þetta mál, þar með talið yfirlýsingar frá slökkviliðinu sjálfu, bera þess vott að blygðunarsemi fólks sé særð, en ekki að litið sé á þetta sem hegningarlagabrot eða annan glæp. Það er ekki farið í að rannsaka umgjörðina til dæmis, hvort í þessu séu til dæmis einhverjir þolendur eða eitthvað slíkt, sem er kannski það sem bent hefur verið á að ætti að vera tilgangur lagaumgjörðarinnar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur skilað inn umsögn um frumvarp Arndísar þar sem hann bendir á að óljós og óskýr refsiákvæði sem nú eru í gildi, hvar merkingin er umdeild og beiting þeirra lítil sem engin, að þá skapast kjörnar aðstæður fyrir geðþóttabeitingu.vísir/arnar En það er einmitt hvorki tilgangur ákvæðisins né túlkun, heldur snýst það um þennan siðferðislega vinkil, og það er þetta sem ég er að benda meðal á með framlagningu þessa máls.“ Arndís bendir á að afar athyglisverð umsögn hafi borist frá Helga Gunnlaugssyni, afbrotafræðingi: „Þar sem hann bendi á hvernig svona refsiákvæði, sem eru óljós og óskýr, merkingin umdeild og beiting þeirra lítil sem engin, að þá skapast kjörnar aðstæður fyrir geðþóttabeitingu. Í samanburði til dæmis við fólkið sem framleiðir klám undir nafni, til dæmis í gegnum OnlyFans, þar er í raun ekkert aðhafst þrátt fyrir að um sé að ræða tiltölulega skýr brot á þessu ákvæði.“ Arndís telur þetta mál varpa ágætlega skýrri mynd á þá stöðu sem lýst er í frumvarpinu hennar. „Þau vandamál sem ákvæðið skapar og hversu illa ákvæðið er til þess fallið að ná markmiðum sem við ættum að vera að stefna að þegar kemur að klámi, sem er fyrst og fremst vernd fólks gegn ofbeldi.“ Þingmenn vilja sem minnst af kláminu vita Varðandi frumvarpið sjálft, hverjar meturðu líkurnar á því að það fari í gegnum þingið? Er þar ekki fyrir á fleti stór hópur þingmanna sem mun gera allt frekar en styggja hinn meinta siðprúða meirihluta? Þó Arndís Anna hafi enga trú á því að frumvarpið fari í gegnum þingið þá er hún ánægð með þá umræðu sem hefur skapast um málið, en sú umræða hefur reyndar að mestu farið fram utan þings. Þingmenn vilja helst ekki feta sig inná þetta jarðsprengjusvæði.vísir/arnar „Ég hef auðvitað enga trú á því að þetta fari í gegnum þingið. Annars vegar þar sem þetta er þingmannamál og þeim er bara örfáum hleypt í gegn á ári hverju af hálfu meirihlutans. Og svo kannski vegna þess hversu mikið fólk forðast þessa umræðu. Það hafa reyndar ekki margir stigið fram og lýst sig andvíga þessu, það er frekar að fólki finnist umræðan óþægileg og vilji halda sig frá henni.“ Umfjöllunarefni frumvarpsins er jarðsprengjusvæði? „Augljóslega. En ég er ánægð með þá umræðu sem er að skapast í kringum þetta mál, þar á meðal í formi umsagna um frumvarpið sem berast þinginu, og hef trú á því að þetta geti leitt til einhverra framfara á þessu sviði.“
Alþingi Slökkvilið Klám Píratar Tengdar fréttir Dagatal með léttklæddum íslenskum slökkviliðsmönnum Safna fyrir ferð á Heimsleika Slökkviliðs- og lögreglumanna, WPFG. 5. desember 2014 12:50 Hvetja stjórnvöld til að hafna frumvarpi um afnám banns við klámi Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins. 7. desember 2022 22:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Dagatal með léttklæddum íslenskum slökkviliðsmönnum Safna fyrir ferð á Heimsleika Slökkviliðs- og lögreglumanna, WPFG. 5. desember 2014 12:50
Hvetja stjórnvöld til að hafna frumvarpi um afnám banns við klámi Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins. 7. desember 2022 22:42