Fimm og hálft ár fyrir árás með öxi að vopni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2022 14:45 Dómur féll í Landsrétti eftir hádegið í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Davíð Nikulássyni, 48 ára karlmanni, sem réðst á annan karlmann vopnaður öxi fyrir tveimur árum. Davíð var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi sem er þynging um ár frá í héraði í fyrra þegar hann hlaut fjögurra og hálfs árs dóm. Davíð hlaut dóm fyrir tilraun til manndráps annars vegar og vopnalagabrot hins vegar. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola í málinu 1,5 milljónir króna í miskabætur. Það var á áttunda tímanum laugardagskvöldið 31. október árið 2020 sem lögreglu barst tilkynning um slasaðan mann. Sá væri með áverka á höfði og Davíð væri grunaður um að hafa veitt honum áverkana með öxi. Af dómnum að ræða má ætla að mennirnir hafi leigt herbergi í sama húsi. Á vettvangi var hinn slasaði með stóran skurð á höfði, mikið hafði blætt út og var hann þakinn í blóði í andliti og niður líkamann. Hann var með fulla meðvitund en upplýsti að hann væri undir áhrifum áfengis og hefði tekið inn amfetamín. Blóðslóð eftir ganginum Lögregla náði sambandi við Davíð símleiðis sem reyndist samvinnuþýður og gaf sig fram. Á höndum hans og fatnaði mátti sjá blóð. Var hann vistaður í fangageymslu. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að blóðslóð lá eftir ganginum frá útidyrum við heimili Davíðs, eftir ganginum og að herbergi sem hann leigði. Blóðkám var á víð og dreif. Í borðplötu skrifborðs í herberginu stóð öxi föst og var blóð á skafti hennar. Við leit í herberginu fundust tvær aðrar axir sem voru haldlagðar ásamt þeirri blóði drifnu. Sömu sögu var að segja um heimasmíðað sverð, tvo hnífa í slíðri, tvo kasthnífa, fiðrildahníf, magasín með tveimur skotum í og eftirlíkingu af handsprengju. „Eins og böðull“ Davíð var ákærður fyrir að hafa ítrekað lagt til mannsins með öxi með átta sentímetra löngu blaði, bæði í höfuð og búk. Afleiðingarnar voru þær að maðurinn hlaut opinn sjö sentímetra langan skurð frá miðju enni að hársrót, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, blæðingu og nokkra skurði á enni, brjóstkassa og upphandlegg. Davíð og karlmaðurinn lýstu atvikum með ólíkum hætti. Davíð bar fyrir sig að hann hefði slegið óvart karlmanninn í áflogum þeirra á milli í herbergi Davíðs vegna ágreinings. Davíð sagði karlmanninn hafa látið dólgslega og tekið upp öxina. Hann hefði neitað að yfirgefa herbergið. Brotaþolinn sagði Davíð hafa orðið leiðinlegan og verið að höggva með öxinni í borðplötu. Hann hefði tekið öxina af honum en skemmt útskorinn mun í eigu Davíðs þegar hann lagði öxina á borðið. Hann hefði gripið vodkaflösku, haldið í kjöltu sinni en Davíð mölbrotið flöskuna. Hann hefði síðan hafið öxi á loft, aðra en þá sem hann hefði barið í borðið, og slegið hann með öxinni „eins og böðull“. Hann hefði í framhaldinu flúið úr herberginu. Læknir sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði höfuðáverka hafa sett hinn slasaða í lífshættu. Réttarmeinafræðingur bætti við að töluverðan kraft hefði þurft til að veita áverkana. Ekkert styddi nauðvörn Héraðsdómur Reykjaness horfði til þess að brotaþoli í málinu hefði frá upphafi verið staðfastur í framburði sínum. Framburðurinn fengi stoð í vottorðum sérfræðinga. Þótti dómnum sannað að með staðföstum framburði og gögnum að ekki yrði véfengt með skynsamlegum rökum að Davíð hefði af ásetningi lagt til mannsins með öxinni. Dómurinn taldi þó ósannað að hann hefði lagt til hans ítrekað. Var hann sýknaður af þeim sakargiftum. Ekkert hefði komið fram sem styddi framburð Davíðs um að hann hefði verið í nauðvörn umrætt skipti. Árásin hefði verið gerð með vopni sem augljóslega væri til þess fallið að bana manni. Davíð hlyti að vera það ljóst. Hending ein hefði ráðið því að viðkomandi hefði ekki dáið vegna atlögunnar. Davíð játaði sök hvað varðaði vopnalagabrot vegna vopna á heimili hans. Voru þau gerð upptæk. Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Davíð hlaut dóm fyrir tilraun til manndráps annars vegar og vopnalagabrot hins vegar. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola í málinu 1,5 milljónir króna í miskabætur. Það var á áttunda tímanum laugardagskvöldið 31. október árið 2020 sem lögreglu barst tilkynning um slasaðan mann. Sá væri með áverka á höfði og Davíð væri grunaður um að hafa veitt honum áverkana með öxi. Af dómnum að ræða má ætla að mennirnir hafi leigt herbergi í sama húsi. Á vettvangi var hinn slasaði með stóran skurð á höfði, mikið hafði blætt út og var hann þakinn í blóði í andliti og niður líkamann. Hann var með fulla meðvitund en upplýsti að hann væri undir áhrifum áfengis og hefði tekið inn amfetamín. Blóðslóð eftir ganginum Lögregla náði sambandi við Davíð símleiðis sem reyndist samvinnuþýður og gaf sig fram. Á höndum hans og fatnaði mátti sjá blóð. Var hann vistaður í fangageymslu. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að blóðslóð lá eftir ganginum frá útidyrum við heimili Davíðs, eftir ganginum og að herbergi sem hann leigði. Blóðkám var á víð og dreif. Í borðplötu skrifborðs í herberginu stóð öxi föst og var blóð á skafti hennar. Við leit í herberginu fundust tvær aðrar axir sem voru haldlagðar ásamt þeirri blóði drifnu. Sömu sögu var að segja um heimasmíðað sverð, tvo hnífa í slíðri, tvo kasthnífa, fiðrildahníf, magasín með tveimur skotum í og eftirlíkingu af handsprengju. „Eins og böðull“ Davíð var ákærður fyrir að hafa ítrekað lagt til mannsins með öxi með átta sentímetra löngu blaði, bæði í höfuð og búk. Afleiðingarnar voru þær að maðurinn hlaut opinn sjö sentímetra langan skurð frá miðju enni að hársrót, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, blæðingu og nokkra skurði á enni, brjóstkassa og upphandlegg. Davíð og karlmaðurinn lýstu atvikum með ólíkum hætti. Davíð bar fyrir sig að hann hefði slegið óvart karlmanninn í áflogum þeirra á milli í herbergi Davíðs vegna ágreinings. Davíð sagði karlmanninn hafa látið dólgslega og tekið upp öxina. Hann hefði neitað að yfirgefa herbergið. Brotaþolinn sagði Davíð hafa orðið leiðinlegan og verið að höggva með öxinni í borðplötu. Hann hefði tekið öxina af honum en skemmt útskorinn mun í eigu Davíðs þegar hann lagði öxina á borðið. Hann hefði gripið vodkaflösku, haldið í kjöltu sinni en Davíð mölbrotið flöskuna. Hann hefði síðan hafið öxi á loft, aðra en þá sem hann hefði barið í borðið, og slegið hann með öxinni „eins og böðull“. Hann hefði í framhaldinu flúið úr herberginu. Læknir sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði höfuðáverka hafa sett hinn slasaða í lífshættu. Réttarmeinafræðingur bætti við að töluverðan kraft hefði þurft til að veita áverkana. Ekkert styddi nauðvörn Héraðsdómur Reykjaness horfði til þess að brotaþoli í málinu hefði frá upphafi verið staðfastur í framburði sínum. Framburðurinn fengi stoð í vottorðum sérfræðinga. Þótti dómnum sannað að með staðföstum framburði og gögnum að ekki yrði véfengt með skynsamlegum rökum að Davíð hefði af ásetningi lagt til mannsins með öxinni. Dómurinn taldi þó ósannað að hann hefði lagt til hans ítrekað. Var hann sýknaður af þeim sakargiftum. Ekkert hefði komið fram sem styddi framburð Davíðs um að hann hefði verið í nauðvörn umrætt skipti. Árásin hefði verið gerð með vopni sem augljóslega væri til þess fallið að bana manni. Davíð hlyti að vera það ljóst. Hending ein hefði ráðið því að viðkomandi hefði ekki dáið vegna atlögunnar. Davíð játaði sök hvað varðaði vopnalagabrot vegna vopna á heimili hans. Voru þau gerð upptæk.
Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira