Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2022 20:23 Sveinn Andri Sveinsson er verjandi annars mannsins. vísir/vilhelm Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00
Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent