Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Birkir Már Sævarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður, að svara hér að neðan. Birkir Már Sævarsson [38 ára bakvörður, Valur | 103 A-landsleikir, 3 mörk] „Vindurinn“ eins Birkir Már er oft kallaður er einn af reyndustu og farsælusu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi. Ferillinn hófst á Hlíðarenda með uppeldisfélaginu Val og þar er hann nú eftir að hafa leikið með Brann í Noregi og Hammarby í Svíþjóð um árabil. Jafnframt spilaði hann stórt hlutverk í hinu magnaða landsliði Íslands sem komst alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og í riðlakeppni HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Birkir Már Sævarsson var með Lionel Messi í strangri gæslu á HM í Rússlandi.Gabriel Rossi/Getty Images Landsliðsskórnir eru komnir upp í hillu en Birkir Már mun að öllu óbreyttu spæna upp Hlíðarenda næsta sumar. Þó hann spili í dag sem bakvörður þá hefur það ekki alltaf verið raunin. „Án þess að muna það nákvæmlega þá minnir mig að ég hafi verið sóknarþenkjandi strax frá byrjun. Pabbi var framherji og ég horfði oft á hann spila. Ég var lítill og snaggaralegur svo ég var meira nýttur fram á við en í vörn. Man að ég var hlaupa-senter í 4. flokki, endalaust að stinga mér inn fyrir. Var langminnstur í 10. bekk, svona 40 kg og 1.60 á hæð. Fór ekki að stækka fyrr en í menntaskóla,“ sagði Birkir Már en hann er 1.86 á hæð í dag [samkvæmt Wikipedia]. „Maður þarf að vera tæknilega frábær til að skara fram úr ef maður er jafn lítill og léttur eins og ég var. Það var ekki fyrr en ég var kominn á lokaárið í 2. flokk - þegar ég var kominn með þennan hraða - sem ég hafði eiginleika sem ég gat skarað fram úr í.“ Liðsfélagarnir Birkir Már Sævarsson og Sigurður Egill Lárusson fagna.VÍSIR/VILHELM „Var enn bara 50-60 kíló en gat allavega hlaupið framhjá mönnum“ „Á miðárinu í 2. flokk fór ég í flugnám eins og einhver vitleysingur. Sá ekki fram á neinn fótboltaferil svo ég hætti bara. Kom aftur á lokaárinu og þá fór allt að ganga upp. Var búinn að taka út vöxt, var enn bara 50-60 kíló en gat allavega hlaupið framhjá mönnum. Þetta eru náttúrulega mjög langar lappir.“ „Var bara rennilás, átti að sleikja línuna og gefa fyrir,“ sagði Birkir Már en á þessum tíma lék hann aðallega sem hægri kantur. Það var svo Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals frá 2005 til 2009, ákvað að færa Birki Má í bakvörðinn. „Ég var ekki sáttur við að vera færður í bakvörð. Fannst það ekkert sérstakt, fannst ég ekki nægilega góður og það var mjög óþægilegt að hafa engan fyrir aftan mig ef ég myndi klúðra einhverju. Mjög erfitt fyrir sóknarmann að vera í þessari stöðu, ef þú missir manninn framhjá þér þá er hann kominn í gegn.“ „Það er sterkt í minningunni að Willum var á hliðarlínunni mín megin í fyrsta leiknum sem ég spilaði í bakverði. Hann fjarstýrði mér allan leikinn, það var ákveðið öryggi í því. Ég vissi að það væri langt í að Steinþór Gíslason myndi koma til baka úr meiðslum svo ég fékk tíma til að gera stöðuna að minni.“ „Minnir að ég hafi fengið að gera þetta eins og ég vildi. Fékk mikið frjálsræði fram á við og það var ekkert haldið aftur af mér, var fyrst og fremst sóknarbakvörður.“ „Í dag er ég orðinn góður varnarmaður - að mínu mati - en það tók alveg nokkur ár, kom með reynslunni.“Vísir/Diego Meira frjálsræði með félagsliðum „Fyrsta hugsun [hjá Val] er yfirleitt að reyna finna Patrick [Pedersen] eða Aron [Jóhannesson], fer eftir hvar maður er á vellinum. Fyrsta hugsun er samt alltaf að koma boltanum í lappirnar á þeim sem kunna eitthvað í fótbolta. Ef það er búið að loka á sendinguna þá reyni ég að lyfta boltanum upp á þá, horfi alltaf þangað fyrst.“ „Ef það virkar ekki þá reyni ég að finna miðjumann og ef það virkar ekki þá tekur maður „offload“ sendingu á miðvörð eða í lappir á kantmanninn. Auðvelt að gefa á miðvörðinn en það gefur voðalega lítið, að sama skapi getur maður sett kantmanninn í vesen, hann verður að vera með smá pláss til að fá boltann.“ „Það getur verið snúið [að koma úr sóknarþenkjandi félagsliði inn í landsliðið]. Held það sé erfitt fyrir marga að höndla þetta. Mér fannst þetta alltaf skemmtilegt, sérstaklega eftir að við náðum að setja saman þetta „gullaldarlið.“ Þá fannst mér þetta skemmtilegt, að koma inn og vera bara að … eyðileggja fyrir hinu liðinu.“ „Jafnvægið varð að vera í lagi“ „Við [bakverðirnir] máttum alveg fara fram en það var ekki oft sem það voru tækifæri til þess.“Vísir/EPA „Lars [Lagerbäck] er og var mjög varnarsinnaður en honum var alveg sama þó bakvörðurinn færi með í sóknina svo lengi sem hinn bakvörðurinn færi ekki líka, jafnvægið varð að vera í lagi. Þá var allt í lagi að hver sem var í bakverði færi með í sóknina, það var ekkert vandamál. Í sumum leikjum voru bara aldrei tækifæri til þess.“ „Skrítið að segja það en ég held að allir þessir landsleikir hafi hjálpað mér að þróa varnarleikinn, æfði hann ekki eins mikið með félagsliðum. Hvernig Lars þjálfaði okkur varnarmennina held ég að hafi skilgreint minn feril, það voru svo margir hlutir sem maður hafði ekkert pælt í áður en hann tók við.“ „Verður að finna leið til að vinna leiki“ „Það var allt njörvað niður í landsliðinu. Vorum með ákveðnar leiðir til að fara, þú gast valið úr þeim. Jón Daði [Böðvarsson] fór upp í horn og Kolbeinn [Sigþórsson] var miðsvæðis. Þú gast alltaf sett boltann upp á Kolla á þessum árum, skipti engu máli hvernig. Ef við vorum í vandræðum gátum við sett boltann upp á hann og lyft liðinu ofar. Jón Daði var ótrúlegur í þessum hlaupum í svæði og þá var mjög gott að gefa boltann á Jóhann Berg [Guðmundsson] því hann missti boltann eiginlega aldrei.“ „Ef þú fannst enga aðra leið þá var samþykkt að lyfta boltanum upp kanalinn og þá lagði einhver af stað í hlaup. Félagslið vilja þróa leik sinn og því samþykkt að tapa einstaka leikjum en það gera landslið ekki. Þú getur ekki tapað leikjum svo þú verður að finna leið til að vinna, þetta var okkar leið og hún svínvirkaði.“ Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini „Hef mjög sjaldan spilað í fimm, eða þriggja manna vörn. Spiluðum eitt undirbúningstímabil hjá Val nýlega með þriggja manna vörn, þá vorum við Bjarni Ólafur [Eiríksson] í miðverði ásamt Eiði Aroni. Var alveg glórulaust því við Bjarni vorum að taka utanáhlaup á kantmennina, það meikaði ekkert sens.“ Birkir Már hefur einstaka sinnum spilað vinstri bakvörð en hann er ekki hrifinn af því. „Sóknarlega finnst mér ómögulegt að vera á vinstri, er svo læstur og finnst alltof auðvelt að loka á mig. Þegar ég spila vinstra megin einbeiti ég mér frekar að varnarleiknum, hitt kemur bara. Í hægri bakverði er allt náttúrulegra, eðlilega.“ „Þetta er oftast ekkert flókið“ „Hef alltaf viljað hafa þetta frekar basic. Vill vita hvort kantmaðurinn sé rétt- eða örvfættur og hvort hann sé með einhvern alvöru hraða, eiginlega það eina sem ég vil vita. Annað finnst mér aukaatriði, leyfi leiknum að byrja og reyni þá að lesa í andstæðinginn. Maður sér þetta nokkuð fljótt, kantmaðurinn reynir ákveðinn hlut og það er sennilega það sem hann mun reyna áfram í leiknum.“ „Ef hann er réttfættur [á vinstri] vill hann koma inn, reyna þríhytningsspil og ná skoti. Þá reynir maður frekar að beina honum upp í horn. Á sama tíma mun örvfættur leikmaður reyna að fara utan á þig og gefa fyrir, þetta er oftast ekkert flókið.“ „Geta komið ákveðin einstaklingsgæði sem maður lendir í vandræðum með en oftast reyna þeir sömu hlutina. Er samt alls ekki að segja að það sé ekki hægt að taka mig á og sóla mig.“Michael Regan/Getty Images „Fínt að láta vita að maður sé mættur en hef það ekki í mér að meiða einhvern. Oftar en ekki eru þeir sem spila á kantinum fancy og þola ekki mikla snertingu. Þá er gott að ná broti snemma, best er samt að ná harðri en löglegri tæklingu. Koma boltanum í innkast en ná manninum í leiðinni,“ sagði Birkir Már aðspurður hvernig væri best að láta vita af sér í upphafi leiks. „Getur verið helvíti snúið“ Birkir Már er ekki hrifinn af því að spila gegn liðum sem eru með vængbakverði, ef þau eru vel æfð það er að segja. „Oftast taktísk ákvörðun hver stígur upp í vængbakvörðinn þá. Mér finnst frekar óþægilegt að spila gegn liðum með vængbakverði þar sem maður er oftast ekki að dekka neinn, ert hálft í hálft með miðverðinum og það er ógeðslega langt að fara í pressuna á vængbakvörðinn. Miðjumenn í svona kerfum taka oft hlaup á milli hafsents og bakvarðar. Þarft að lesa hvenær þú átt að sleppa hlaupinu og pressa vængbakvörðinn, oftast gera lið þetta bara til að geta tekið þversendingu [e. diagonal] á vængbakvörðinn.“ „Mér finnst ömurlegt að spila á móti liði sem er vel æft í þessu kerfi. Ef miðjumaðurinn lokkar þig inn að miðverðinum og þversendingin kemur þá færðu vængbakvörðinn á þig á fleygiferð. Ef þú sleppir miðjumanninum of snemma getur boltinn komið beint í gegn og þú lítur út eins og fífl. Maður forgangsraðar hlaupinu af miðjunni en þá er vængbakvörðurinn að koma á siglingu á þig, þetta getur verið helvíti snúið.“ Birkir Már í leik gegn Blikum síðasta sumar.Vísir/Vilhelm „Blikarnir voru með einhverja útfærslu af þessu, ekki neglt 3-5-2 en þeir færa leikmenn til þannig að Davíð Ingvarsson er kominn lengst upp á vinstri kantinn og þá kom Damir [Muminovic] með þversendingu. Davíð er þá aleinn því maður er að elta tvo aðra. Gerir það að verkum að manni líður eins og maður sé vitlaust staðsettur. Þetta er ekki uppáhaldskerfið mitt að spila á móti.“ „Finnst þægilegast að vera með kantmann sem ég veit að er minn maður. Ef ég klúðra einhverju þá veit ég að það er mér að kenna, hitt er einhvern veginn meira mitt á milli og maður veit ekkert hver á að fara.“ „Alltaf hægt að verða betri, þó maður sé hundgamall“ Birkir Már telur sig vera betri varnarmann í dag en á yngri árum. Það er að hans mati helsti munurinn á honum sem leikmanni. „Held að varnarleikurinn hafi orðið betri og betri.“ Birkir Már í leik gegn Belgíu.Vísir/Vilhelm „Finnst ég enn taka mikinn þátt í sóknarlega, hlaupatölurnar sýna allavega ekki fram á neitt annað. Tel mig mjög stabílan, bæði varnar- og sóknarlega.“ „Maður vill alltaf þróa og bæta leik sinn. Ég horfi mikið á fótbolta, fylgist vel með og vill halda mér „up to date.“ Að því sögðu líður mér best úti hægra megin. Finnst ekki þægilegt að koma inn á völlinn til að fá boltann, það er ekki í mínum þægindaramma. Fylgist samt með og reyni að taka allt til mín, svo kemur í ljós hvort maður sé orðinn það gamall að það sé ekki tími til að fullkomna það.“ „Alltaf hægt að verða betri, þó maður sé hundgamall. Held það sé gott fyrir mann að taka inn nýja hluti eða vera allavega opinn fyrir þeim. Ef það gengur ekki þá heldur maður sig bara við það sem maður kann.“ „Er bara fótboltaleikur í höfðinu á mér“ „Hef oft kallað mig tilfinningalausan þó ég sé það nú ekki,“ sagði Birkir Már og hló aðspurður hversu mikil áhrif umhverfið hefði á frammistöður hans á vellinum. „Mér hefur alltaf gengið mjög vel að fara inn í svona [stóra] leiki. Þetta er bara fótboltaleikur í höfðinu á mér og ég næ að blokka út utanaðkomandi áhrif. Finnst ég hafa verið góður í að horfa á þetta sem hvern annan leik, þó það sé það ekki alltaf. „Er rólegur og yfirvegaður, sama hvort leikurinn sé á móti Leikni upp í Breiðholti eða á Spartak-vellinum í Moskvu gegn Argentínu. Ég vil fara inn í alla leiki eins og það sé sami leikurinn, það gengur ekki alltaf en heilt yfir hefur það gengið vel.“Getty Images „Var farinn að halda að ég myndi ekki skora fyrir landsliðið“ „Annað markið á móti Rosenborg þegar við [Brann] unnum þá 6-3 á útivelli. Kem á sprettinum, fæ sendingu frá framherjanum okkar og vippa boltanum yfir markmanninn. Það var allt búið að ganga upp, vorum að vinna 5-1 ef ég man rétt og ég var búinn að skora með vinstri af 25 metra færi. Það kom ekkert annað til greina en að vippa.“ „Fyrsta landsliðsmarkið [gegn Liechtenstein árið 2016] er líka sérstakt þó það hafi ekki verið í alvöru leik. Var farinn að halda að ég myndi ekki skora fyrir landsliðið. Er sennilega flottasta markið mitt en tilgangslaus leikur og svona,“ sagði Birkir Már Sævarsson að endingu. Birkir Már Sævarsson þakkar fyrir sig.Vísir/Getty Images Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Leikurinn minn í mínum orðum Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti
Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Birkir Már Sævarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður, að svara hér að neðan. Birkir Már Sævarsson [38 ára bakvörður, Valur | 103 A-landsleikir, 3 mörk] „Vindurinn“ eins Birkir Már er oft kallaður er einn af reyndustu og farsælusu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi. Ferillinn hófst á Hlíðarenda með uppeldisfélaginu Val og þar er hann nú eftir að hafa leikið með Brann í Noregi og Hammarby í Svíþjóð um árabil. Jafnframt spilaði hann stórt hlutverk í hinu magnaða landsliði Íslands sem komst alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og í riðlakeppni HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Birkir Már Sævarsson var með Lionel Messi í strangri gæslu á HM í Rússlandi.Gabriel Rossi/Getty Images Landsliðsskórnir eru komnir upp í hillu en Birkir Már mun að öllu óbreyttu spæna upp Hlíðarenda næsta sumar. Þó hann spili í dag sem bakvörður þá hefur það ekki alltaf verið raunin. „Án þess að muna það nákvæmlega þá minnir mig að ég hafi verið sóknarþenkjandi strax frá byrjun. Pabbi var framherji og ég horfði oft á hann spila. Ég var lítill og snaggaralegur svo ég var meira nýttur fram á við en í vörn. Man að ég var hlaupa-senter í 4. flokki, endalaust að stinga mér inn fyrir. Var langminnstur í 10. bekk, svona 40 kg og 1.60 á hæð. Fór ekki að stækka fyrr en í menntaskóla,“ sagði Birkir Már en hann er 1.86 á hæð í dag [samkvæmt Wikipedia]. „Maður þarf að vera tæknilega frábær til að skara fram úr ef maður er jafn lítill og léttur eins og ég var. Það var ekki fyrr en ég var kominn á lokaárið í 2. flokk - þegar ég var kominn með þennan hraða - sem ég hafði eiginleika sem ég gat skarað fram úr í.“ Liðsfélagarnir Birkir Már Sævarsson og Sigurður Egill Lárusson fagna.VÍSIR/VILHELM „Var enn bara 50-60 kíló en gat allavega hlaupið framhjá mönnum“ „Á miðárinu í 2. flokk fór ég í flugnám eins og einhver vitleysingur. Sá ekki fram á neinn fótboltaferil svo ég hætti bara. Kom aftur á lokaárinu og þá fór allt að ganga upp. Var búinn að taka út vöxt, var enn bara 50-60 kíló en gat allavega hlaupið framhjá mönnum. Þetta eru náttúrulega mjög langar lappir.“ „Var bara rennilás, átti að sleikja línuna og gefa fyrir,“ sagði Birkir Már en á þessum tíma lék hann aðallega sem hægri kantur. Það var svo Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals frá 2005 til 2009, ákvað að færa Birki Má í bakvörðinn. „Ég var ekki sáttur við að vera færður í bakvörð. Fannst það ekkert sérstakt, fannst ég ekki nægilega góður og það var mjög óþægilegt að hafa engan fyrir aftan mig ef ég myndi klúðra einhverju. Mjög erfitt fyrir sóknarmann að vera í þessari stöðu, ef þú missir manninn framhjá þér þá er hann kominn í gegn.“ „Það er sterkt í minningunni að Willum var á hliðarlínunni mín megin í fyrsta leiknum sem ég spilaði í bakverði. Hann fjarstýrði mér allan leikinn, það var ákveðið öryggi í því. Ég vissi að það væri langt í að Steinþór Gíslason myndi koma til baka úr meiðslum svo ég fékk tíma til að gera stöðuna að minni.“ „Minnir að ég hafi fengið að gera þetta eins og ég vildi. Fékk mikið frjálsræði fram á við og það var ekkert haldið aftur af mér, var fyrst og fremst sóknarbakvörður.“ „Í dag er ég orðinn góður varnarmaður - að mínu mati - en það tók alveg nokkur ár, kom með reynslunni.“Vísir/Diego Meira frjálsræði með félagsliðum „Fyrsta hugsun [hjá Val] er yfirleitt að reyna finna Patrick [Pedersen] eða Aron [Jóhannesson], fer eftir hvar maður er á vellinum. Fyrsta hugsun er samt alltaf að koma boltanum í lappirnar á þeim sem kunna eitthvað í fótbolta. Ef það er búið að loka á sendinguna þá reyni ég að lyfta boltanum upp á þá, horfi alltaf þangað fyrst.“ „Ef það virkar ekki þá reyni ég að finna miðjumann og ef það virkar ekki þá tekur maður „offload“ sendingu á miðvörð eða í lappir á kantmanninn. Auðvelt að gefa á miðvörðinn en það gefur voðalega lítið, að sama skapi getur maður sett kantmanninn í vesen, hann verður að vera með smá pláss til að fá boltann.“ „Það getur verið snúið [að koma úr sóknarþenkjandi félagsliði inn í landsliðið]. Held það sé erfitt fyrir marga að höndla þetta. Mér fannst þetta alltaf skemmtilegt, sérstaklega eftir að við náðum að setja saman þetta „gullaldarlið.“ Þá fannst mér þetta skemmtilegt, að koma inn og vera bara að … eyðileggja fyrir hinu liðinu.“ „Jafnvægið varð að vera í lagi“ „Við [bakverðirnir] máttum alveg fara fram en það var ekki oft sem það voru tækifæri til þess.“Vísir/EPA „Lars [Lagerbäck] er og var mjög varnarsinnaður en honum var alveg sama þó bakvörðurinn færi með í sóknina svo lengi sem hinn bakvörðurinn færi ekki líka, jafnvægið varð að vera í lagi. Þá var allt í lagi að hver sem var í bakverði færi með í sóknina, það var ekkert vandamál. Í sumum leikjum voru bara aldrei tækifæri til þess.“ „Skrítið að segja það en ég held að allir þessir landsleikir hafi hjálpað mér að þróa varnarleikinn, æfði hann ekki eins mikið með félagsliðum. Hvernig Lars þjálfaði okkur varnarmennina held ég að hafi skilgreint minn feril, það voru svo margir hlutir sem maður hafði ekkert pælt í áður en hann tók við.“ „Verður að finna leið til að vinna leiki“ „Það var allt njörvað niður í landsliðinu. Vorum með ákveðnar leiðir til að fara, þú gast valið úr þeim. Jón Daði [Böðvarsson] fór upp í horn og Kolbeinn [Sigþórsson] var miðsvæðis. Þú gast alltaf sett boltann upp á Kolla á þessum árum, skipti engu máli hvernig. Ef við vorum í vandræðum gátum við sett boltann upp á hann og lyft liðinu ofar. Jón Daði var ótrúlegur í þessum hlaupum í svæði og þá var mjög gott að gefa boltann á Jóhann Berg [Guðmundsson] því hann missti boltann eiginlega aldrei.“ „Ef þú fannst enga aðra leið þá var samþykkt að lyfta boltanum upp kanalinn og þá lagði einhver af stað í hlaup. Félagslið vilja þróa leik sinn og því samþykkt að tapa einstaka leikjum en það gera landslið ekki. Þú getur ekki tapað leikjum svo þú verður að finna leið til að vinna, þetta var okkar leið og hún svínvirkaði.“ Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini „Hef mjög sjaldan spilað í fimm, eða þriggja manna vörn. Spiluðum eitt undirbúningstímabil hjá Val nýlega með þriggja manna vörn, þá vorum við Bjarni Ólafur [Eiríksson] í miðverði ásamt Eiði Aroni. Var alveg glórulaust því við Bjarni vorum að taka utanáhlaup á kantmennina, það meikaði ekkert sens.“ Birkir Már hefur einstaka sinnum spilað vinstri bakvörð en hann er ekki hrifinn af því. „Sóknarlega finnst mér ómögulegt að vera á vinstri, er svo læstur og finnst alltof auðvelt að loka á mig. Þegar ég spila vinstra megin einbeiti ég mér frekar að varnarleiknum, hitt kemur bara. Í hægri bakverði er allt náttúrulegra, eðlilega.“ „Þetta er oftast ekkert flókið“ „Hef alltaf viljað hafa þetta frekar basic. Vill vita hvort kantmaðurinn sé rétt- eða örvfættur og hvort hann sé með einhvern alvöru hraða, eiginlega það eina sem ég vil vita. Annað finnst mér aukaatriði, leyfi leiknum að byrja og reyni þá að lesa í andstæðinginn. Maður sér þetta nokkuð fljótt, kantmaðurinn reynir ákveðinn hlut og það er sennilega það sem hann mun reyna áfram í leiknum.“ „Ef hann er réttfættur [á vinstri] vill hann koma inn, reyna þríhytningsspil og ná skoti. Þá reynir maður frekar að beina honum upp í horn. Á sama tíma mun örvfættur leikmaður reyna að fara utan á þig og gefa fyrir, þetta er oftast ekkert flókið.“ „Geta komið ákveðin einstaklingsgæði sem maður lendir í vandræðum með en oftast reyna þeir sömu hlutina. Er samt alls ekki að segja að það sé ekki hægt að taka mig á og sóla mig.“Michael Regan/Getty Images „Fínt að láta vita að maður sé mættur en hef það ekki í mér að meiða einhvern. Oftar en ekki eru þeir sem spila á kantinum fancy og þola ekki mikla snertingu. Þá er gott að ná broti snemma, best er samt að ná harðri en löglegri tæklingu. Koma boltanum í innkast en ná manninum í leiðinni,“ sagði Birkir Már aðspurður hvernig væri best að láta vita af sér í upphafi leiks. „Getur verið helvíti snúið“ Birkir Már er ekki hrifinn af því að spila gegn liðum sem eru með vængbakverði, ef þau eru vel æfð það er að segja. „Oftast taktísk ákvörðun hver stígur upp í vængbakvörðinn þá. Mér finnst frekar óþægilegt að spila gegn liðum með vængbakverði þar sem maður er oftast ekki að dekka neinn, ert hálft í hálft með miðverðinum og það er ógeðslega langt að fara í pressuna á vængbakvörðinn. Miðjumenn í svona kerfum taka oft hlaup á milli hafsents og bakvarðar. Þarft að lesa hvenær þú átt að sleppa hlaupinu og pressa vængbakvörðinn, oftast gera lið þetta bara til að geta tekið þversendingu [e. diagonal] á vængbakvörðinn.“ „Mér finnst ömurlegt að spila á móti liði sem er vel æft í þessu kerfi. Ef miðjumaðurinn lokkar þig inn að miðverðinum og þversendingin kemur þá færðu vængbakvörðinn á þig á fleygiferð. Ef þú sleppir miðjumanninum of snemma getur boltinn komið beint í gegn og þú lítur út eins og fífl. Maður forgangsraðar hlaupinu af miðjunni en þá er vængbakvörðurinn að koma á siglingu á þig, þetta getur verið helvíti snúið.“ Birkir Már í leik gegn Blikum síðasta sumar.Vísir/Vilhelm „Blikarnir voru með einhverja útfærslu af þessu, ekki neglt 3-5-2 en þeir færa leikmenn til þannig að Davíð Ingvarsson er kominn lengst upp á vinstri kantinn og þá kom Damir [Muminovic] með þversendingu. Davíð er þá aleinn því maður er að elta tvo aðra. Gerir það að verkum að manni líður eins og maður sé vitlaust staðsettur. Þetta er ekki uppáhaldskerfið mitt að spila á móti.“ „Finnst þægilegast að vera með kantmann sem ég veit að er minn maður. Ef ég klúðra einhverju þá veit ég að það er mér að kenna, hitt er einhvern veginn meira mitt á milli og maður veit ekkert hver á að fara.“ „Alltaf hægt að verða betri, þó maður sé hundgamall“ Birkir Már telur sig vera betri varnarmann í dag en á yngri árum. Það er að hans mati helsti munurinn á honum sem leikmanni. „Held að varnarleikurinn hafi orðið betri og betri.“ Birkir Már í leik gegn Belgíu.Vísir/Vilhelm „Finnst ég enn taka mikinn þátt í sóknarlega, hlaupatölurnar sýna allavega ekki fram á neitt annað. Tel mig mjög stabílan, bæði varnar- og sóknarlega.“ „Maður vill alltaf þróa og bæta leik sinn. Ég horfi mikið á fótbolta, fylgist vel með og vill halda mér „up to date.“ Að því sögðu líður mér best úti hægra megin. Finnst ekki þægilegt að koma inn á völlinn til að fá boltann, það er ekki í mínum þægindaramma. Fylgist samt með og reyni að taka allt til mín, svo kemur í ljós hvort maður sé orðinn það gamall að það sé ekki tími til að fullkomna það.“ „Alltaf hægt að verða betri, þó maður sé hundgamall. Held það sé gott fyrir mann að taka inn nýja hluti eða vera allavega opinn fyrir þeim. Ef það gengur ekki þá heldur maður sig bara við það sem maður kann.“ „Er bara fótboltaleikur í höfðinu á mér“ „Hef oft kallað mig tilfinningalausan þó ég sé það nú ekki,“ sagði Birkir Már og hló aðspurður hversu mikil áhrif umhverfið hefði á frammistöður hans á vellinum. „Mér hefur alltaf gengið mjög vel að fara inn í svona [stóra] leiki. Þetta er bara fótboltaleikur í höfðinu á mér og ég næ að blokka út utanaðkomandi áhrif. Finnst ég hafa verið góður í að horfa á þetta sem hvern annan leik, þó það sé það ekki alltaf. „Er rólegur og yfirvegaður, sama hvort leikurinn sé á móti Leikni upp í Breiðholti eða á Spartak-vellinum í Moskvu gegn Argentínu. Ég vil fara inn í alla leiki eins og það sé sami leikurinn, það gengur ekki alltaf en heilt yfir hefur það gengið vel.“Getty Images „Var farinn að halda að ég myndi ekki skora fyrir landsliðið“ „Annað markið á móti Rosenborg þegar við [Brann] unnum þá 6-3 á útivelli. Kem á sprettinum, fæ sendingu frá framherjanum okkar og vippa boltanum yfir markmanninn. Það var allt búið að ganga upp, vorum að vinna 5-1 ef ég man rétt og ég var búinn að skora með vinstri af 25 metra færi. Það kom ekkert annað til greina en að vippa.“ „Fyrsta landsliðsmarkið [gegn Liechtenstein árið 2016] er líka sérstakt þó það hafi ekki verið í alvöru leik. Var farinn að halda að ég myndi ekki skora fyrir landsliðið. Er sennilega flottasta markið mitt en tilgangslaus leikur og svona,“ sagði Birkir Már Sævarsson að endingu. Birkir Már Sævarsson þakkar fyrir sig.Vísir/Getty Images
„Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti