Vilja Guardiola eða Ancelotti í stjórastólinn Valur Páll Eiríksson skrifar 12. desember 2022 16:31 Pep Guardiola og Carlo Ancelotti eru efstir á óskalista brasilíska knattspyrnusambandsins. Samsett/Getty Brasilíska knattspyrnusambandið er með háleit markmið í þjálfaraleit sinni eftir afsögn Tite í kjölfar vonbrigða liðsins á HM. Brasilía þótti, að venju, á meðal þeirra líklegri til árangurs á mótinu í Katar en féll úr leik í 8-liða úrslitum fyrir Króatíu eftir vítakeppni. Þjálfarinn Tite sagði starfi sínu lausu í vikunni eftir að liðið féll úr leik. Brasilíska knattspyrnusambandið leitar nú arftaka Tite og er Josep Guardiola, stjóri Manchester City, sagður efstur á blaði. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Englandsmeistarana og óljóst hversu mikinn áhuga hann hefur á að breyta til. Carlo Ancelotti er einnig orðaður við stöðuna og segir í spænskum fjölmiðlum að hann útiloki ekki að breyta til eftir yfirstandandi leiktíð. Ancelotti er þjálfari Real Madrid og stýrði liðinu til sigurs í bæði spænsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Ef marka má fregnir í fjölmiðlum er hann opinn fyrir tækifærinu að stýra Brasilíu en myndi þá ekki taka við fyrr en næsta sumar, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Ef annar þeirra Guardiola eða Ancelotti myndi taka við landsliðinu yrði viðkomandi aðeins fjórði útlendingurinn til að stýra brasilíska landsliðinu, og sá fyrsti frá 1965. Úrúgvæinn Ramón Platero var landsliðsþjálfari 1924, Portúgalinn Joreca árið 1944 og Argentínumaðurinn Filpo Núnez árið 1965. Enginn þeirra entist lengi í starfi. Pep Guardiola is seemingly in demand pic.twitter.com/qkyMTMuXhb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 12, 2022 Brasilía Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Brasilía þótti, að venju, á meðal þeirra líklegri til árangurs á mótinu í Katar en féll úr leik í 8-liða úrslitum fyrir Króatíu eftir vítakeppni. Þjálfarinn Tite sagði starfi sínu lausu í vikunni eftir að liðið féll úr leik. Brasilíska knattspyrnusambandið leitar nú arftaka Tite og er Josep Guardiola, stjóri Manchester City, sagður efstur á blaði. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Englandsmeistarana og óljóst hversu mikinn áhuga hann hefur á að breyta til. Carlo Ancelotti er einnig orðaður við stöðuna og segir í spænskum fjölmiðlum að hann útiloki ekki að breyta til eftir yfirstandandi leiktíð. Ancelotti er þjálfari Real Madrid og stýrði liðinu til sigurs í bæði spænsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Ef marka má fregnir í fjölmiðlum er hann opinn fyrir tækifærinu að stýra Brasilíu en myndi þá ekki taka við fyrr en næsta sumar, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Ef annar þeirra Guardiola eða Ancelotti myndi taka við landsliðinu yrði viðkomandi aðeins fjórði útlendingurinn til að stýra brasilíska landsliðinu, og sá fyrsti frá 1965. Úrúgvæinn Ramón Platero var landsliðsþjálfari 1924, Portúgalinn Joreca árið 1944 og Argentínumaðurinn Filpo Núnez árið 1965. Enginn þeirra entist lengi í starfi. Pep Guardiola is seemingly in demand pic.twitter.com/qkyMTMuXhb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 12, 2022
Brasilía Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira