Vilja Guardiola eða Ancelotti í stjórastólinn Valur Páll Eiríksson skrifar 12. desember 2022 16:31 Pep Guardiola og Carlo Ancelotti eru efstir á óskalista brasilíska knattspyrnusambandsins. Samsett/Getty Brasilíska knattspyrnusambandið er með háleit markmið í þjálfaraleit sinni eftir afsögn Tite í kjölfar vonbrigða liðsins á HM. Brasilía þótti, að venju, á meðal þeirra líklegri til árangurs á mótinu í Katar en féll úr leik í 8-liða úrslitum fyrir Króatíu eftir vítakeppni. Þjálfarinn Tite sagði starfi sínu lausu í vikunni eftir að liðið féll úr leik. Brasilíska knattspyrnusambandið leitar nú arftaka Tite og er Josep Guardiola, stjóri Manchester City, sagður efstur á blaði. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Englandsmeistarana og óljóst hversu mikinn áhuga hann hefur á að breyta til. Carlo Ancelotti er einnig orðaður við stöðuna og segir í spænskum fjölmiðlum að hann útiloki ekki að breyta til eftir yfirstandandi leiktíð. Ancelotti er þjálfari Real Madrid og stýrði liðinu til sigurs í bæði spænsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Ef marka má fregnir í fjölmiðlum er hann opinn fyrir tækifærinu að stýra Brasilíu en myndi þá ekki taka við fyrr en næsta sumar, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Ef annar þeirra Guardiola eða Ancelotti myndi taka við landsliðinu yrði viðkomandi aðeins fjórði útlendingurinn til að stýra brasilíska landsliðinu, og sá fyrsti frá 1965. Úrúgvæinn Ramón Platero var landsliðsþjálfari 1924, Portúgalinn Joreca árið 1944 og Argentínumaðurinn Filpo Núnez árið 1965. Enginn þeirra entist lengi í starfi. Pep Guardiola is seemingly in demand pic.twitter.com/qkyMTMuXhb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 12, 2022 Brasilía Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Brasilía þótti, að venju, á meðal þeirra líklegri til árangurs á mótinu í Katar en féll úr leik í 8-liða úrslitum fyrir Króatíu eftir vítakeppni. Þjálfarinn Tite sagði starfi sínu lausu í vikunni eftir að liðið féll úr leik. Brasilíska knattspyrnusambandið leitar nú arftaka Tite og er Josep Guardiola, stjóri Manchester City, sagður efstur á blaði. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Englandsmeistarana og óljóst hversu mikinn áhuga hann hefur á að breyta til. Carlo Ancelotti er einnig orðaður við stöðuna og segir í spænskum fjölmiðlum að hann útiloki ekki að breyta til eftir yfirstandandi leiktíð. Ancelotti er þjálfari Real Madrid og stýrði liðinu til sigurs í bæði spænsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Ef marka má fregnir í fjölmiðlum er hann opinn fyrir tækifærinu að stýra Brasilíu en myndi þá ekki taka við fyrr en næsta sumar, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Ef annar þeirra Guardiola eða Ancelotti myndi taka við landsliðinu yrði viðkomandi aðeins fjórði útlendingurinn til að stýra brasilíska landsliðinu, og sá fyrsti frá 1965. Úrúgvæinn Ramón Platero var landsliðsþjálfari 1924, Portúgalinn Joreca árið 1944 og Argentínumaðurinn Filpo Núnez árið 1965. Enginn þeirra entist lengi í starfi. Pep Guardiola is seemingly in demand pic.twitter.com/qkyMTMuXhb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 12, 2022
Brasilía Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn