Sport

Ein lúmskasta sending NFL-sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyreek Hill slapp laus og þá er ekki sökum að spyrja. Hér skorar hann eftir að hafa fengið þessa óvenjulegu sendingu.
Tyreek Hill slapp laus og þá er ekki sökum að spyrja. Hér skorar hann eftir að hafa fengið þessa óvenjulegu sendingu. AP/Mark J. Terrill

Útherjinn Tyreek Hill hefur skorað mörg mögnuð snertimörk á ferlinum en ekkert þeirra þó eins og það sem hann skoraði í Sunnudagskvöldsleiknum á móti Los Angeles Chargers.

Miami Dolphins þurfti reyndar að sætta sig við 17-23 tap í leiknum en fyrsta snertimark Höfrunganna var stórfurðulegt svo ekki sé meira sagt.

Hlauparinn Jeff Wilson missti þá frá sér boltann og allt leit út fyrir að Dolphins væri að klúðra sókninni. Þá var komið að útsjónarsemi sóknarlínumannsins Terron Armstead.

Armstead náði ekki aðeins að stökkva á boltann áður en varnarmenn Chargers komust í hann heldur tókst honum einnig að senda hann aftur á Tyreek Hill áður en mótherjarnir áttuðu á sig.

Það nær enginn Hill á sprettinum og þessi lúmska sending gaf honum forskotið sem hann þurfti.

Hill hljóp með boltann alla leið í markið og skoraði snertimark. Hann átti síðan eftir að skora venjulegt útherja snertimark seinna í leiknum.

Þessi snertimörk Jill dugði þó ekki til sigurs í leiknum.

Það má aftur á móti sjá þessa lúmsku sendingu og snertimark Hill hér fyrir neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×