„Mér finnst það léleg afsökun“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 14:01 Snorri Steinn segir Valsmenn ekki geta falið sig á bakvið álag. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun. Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira