Draumur Katara að rætast Valur Páll Eiríksson skrifar 15. desember 2022 13:31 Tvær stærstu stjörnur PSG, sem er í katarskri eigu, keppa um stærsta heiður fótboltans í Doha. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu. Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót. HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót.
HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira