Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2022 08:01 Höskuldur Gunnlaugsson með laufabrauðin sín en hann annar ekki eftirspurn. Vísir/Sigurjón Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. „Eitt tímabil klárast og annað tekur við. Þetta er eiginlega mitt keppnistímabil það er laufabrauðsbaksturinn,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. „Ég er að vinna eftir mynstri sem mamma hannaði. Ég er búinn að skera í kökuna og er að verka hjartarósina svokölluðu. Hún er einkar fögur. Ég sker í og fletti litlum hjörtum í kökuna. Smá nýjung í laufabrauðsgerð,“ sagði Höskuldur. Höskuldur Gunnlaugsson lyftir hér Íslandsmeistaraskjöldinum í haust.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur sker út kökurnar og svo er að steikja hverja köku. Hann stendur í þessu öllu sjálfur. Þetta er fyrirtækið mitt „Þetta er fyrirtækið mitt. Ég er einyrki eins og staðan er núna. Ég fæ gott fólk með mér. Pabbi er mín hægri hönd og vinum og vandamönnum er mútað með bjór til að koma í smá útskurð,“ sagði Höskuldur. Klippa: Laufabrauðsgerð fyrirliða Íslandsmeistaranna Hann sýndi Gaupa vörurnar sínar. „Þetta er jólaafurðirnar hjá Gamla bakstri. Þær eru þrjár. Flaggskipið eru þessar steiktu laufabrauðskökur sem er fullmótað laufabrauð með fimmtán stykkjum í einni öskju. Þetta hef ég verið með fyrir síðustu tvö jól og hefur reynst gríðarlega vel en það er ekki séns að anna eftirspurn,“ sagði Höskuldur. „Eins er ég með hérna ósteikt og óskorið. Bara deig fyrir fólk sem vill gera sjálft. Ég vill ýta undir það og hvetja fólk til að gera þetta sjálft. Svo eru hérna afskorningar eins og þekkist í heimilisiðnaðinum. Þegar kakan er hringskorin þá eru afskorningarnir nýttir til að búa til jólasnakk á aðventunni því laufabrauðið sjálft má bara snerta fyrst 24. desember,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Fótboltinn aftur í fyrirrúmi í janúar Gaupi vildi fá að vita hvernig væri að samhæfa þetta með fótboltanum. „Þetta er fínt þegar það er off-season eftir keppnistímabilið þá getur maður svolítið farið í þetta og svo kemur janúar en þá er fótboltinn aftur í fyrirrúmi,“ sagði Höskuldur. „Hér er í raun allt í steik. Það er ekki eins og í fótboltanum því þar er allt í blóma en hér er allt í steik,“ sagði Guðjón. Steikti fimmtán þúsund kökur 2020 „Eins og þú sérð þá er lokaafurðin er glæsileg þótt að þetta sé mikið puð, blóð, sviti og einstaka tár í laufabrauðsgerðinni. Þetta er bara gaman,“ sagði Höskuldur en er hann búinn að vera í þessu lengi. Vísir/Hulda Margrét „Ég prufukeyrði 2020 og steikti þá fimmtán þúsund kökur. Ég fór með þúsund öskjur í verslanir Hagkaups. Það gekk svona vel og var svona markaðstilraun að athuga hvort fólk myndi gefa eitthvað fyrir þetta,“ sagði Höskuldur. „Sú var raunin þannig að núna er maður af skyldurækni að verða við óskum þessara allra hörðustu laufabrauðsunnendum,“ sagði Höskuldur. „Eitt er ljóst að í þessu getur þú alltaf verið meistari en það er ekki þannig í fótboltanum,“ sagði Guðjón. „Ég veit það ekki því þetta er eiginlega erfiðara en að spila fótbolta. Þetta er svo mikið handverk og þetta listræna gildi sem laufabrauðið snýst um. Ekki eins og hefur birst okkur í fjöldaframleiðslunni í verslunum undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. Að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins „Ég er aðeins að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins og koma þeim á stall á markaðnum,“ sagði Höskuldur og hann þarf að vera flinkur í puttunum til að skera svona vel út. Vísir/Diego „Ég held að ég hafi verið sirka fjögurra ára þegar pabbi rétti mér fyrst vasahníf og bannaði mér að nota rúllujárnið. Það þótti of einhæft. Ég þurfti að læra það ungur að aldri að bretta upp á kökuna og sker fjölbreytt mynstur,“ sagði Höskuldur. Uppskriftin frá ömmu „Þetta er mikil fjölskylduhefð enda kemur uppskriftin frá ömmu og hún var frá Eiði á Langanesi. Þetta er því norðlenskt laufabrauð,“ sagði Höskuldur en það má horfa á viðtalið og heimsókn Gaupa hér fyrir ofan. Besta deild karla Bakarí Handverk Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Eitt tímabil klárast og annað tekur við. Þetta er eiginlega mitt keppnistímabil það er laufabrauðsbaksturinn,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. „Ég er að vinna eftir mynstri sem mamma hannaði. Ég er búinn að skera í kökuna og er að verka hjartarósina svokölluðu. Hún er einkar fögur. Ég sker í og fletti litlum hjörtum í kökuna. Smá nýjung í laufabrauðsgerð,“ sagði Höskuldur. Höskuldur Gunnlaugsson lyftir hér Íslandsmeistaraskjöldinum í haust.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur sker út kökurnar og svo er að steikja hverja köku. Hann stendur í þessu öllu sjálfur. Þetta er fyrirtækið mitt „Þetta er fyrirtækið mitt. Ég er einyrki eins og staðan er núna. Ég fæ gott fólk með mér. Pabbi er mín hægri hönd og vinum og vandamönnum er mútað með bjór til að koma í smá útskurð,“ sagði Höskuldur. Klippa: Laufabrauðsgerð fyrirliða Íslandsmeistaranna Hann sýndi Gaupa vörurnar sínar. „Þetta er jólaafurðirnar hjá Gamla bakstri. Þær eru þrjár. Flaggskipið eru þessar steiktu laufabrauðskökur sem er fullmótað laufabrauð með fimmtán stykkjum í einni öskju. Þetta hef ég verið með fyrir síðustu tvö jól og hefur reynst gríðarlega vel en það er ekki séns að anna eftirspurn,“ sagði Höskuldur. „Eins er ég með hérna ósteikt og óskorið. Bara deig fyrir fólk sem vill gera sjálft. Ég vill ýta undir það og hvetja fólk til að gera þetta sjálft. Svo eru hérna afskorningar eins og þekkist í heimilisiðnaðinum. Þegar kakan er hringskorin þá eru afskorningarnir nýttir til að búa til jólasnakk á aðventunni því laufabrauðið sjálft má bara snerta fyrst 24. desember,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Fótboltinn aftur í fyrirrúmi í janúar Gaupi vildi fá að vita hvernig væri að samhæfa þetta með fótboltanum. „Þetta er fínt þegar það er off-season eftir keppnistímabilið þá getur maður svolítið farið í þetta og svo kemur janúar en þá er fótboltinn aftur í fyrirrúmi,“ sagði Höskuldur. „Hér er í raun allt í steik. Það er ekki eins og í fótboltanum því þar er allt í blóma en hér er allt í steik,“ sagði Guðjón. Steikti fimmtán þúsund kökur 2020 „Eins og þú sérð þá er lokaafurðin er glæsileg þótt að þetta sé mikið puð, blóð, sviti og einstaka tár í laufabrauðsgerðinni. Þetta er bara gaman,“ sagði Höskuldur en er hann búinn að vera í þessu lengi. Vísir/Hulda Margrét „Ég prufukeyrði 2020 og steikti þá fimmtán þúsund kökur. Ég fór með þúsund öskjur í verslanir Hagkaups. Það gekk svona vel og var svona markaðstilraun að athuga hvort fólk myndi gefa eitthvað fyrir þetta,“ sagði Höskuldur. „Sú var raunin þannig að núna er maður af skyldurækni að verða við óskum þessara allra hörðustu laufabrauðsunnendum,“ sagði Höskuldur. „Eitt er ljóst að í þessu getur þú alltaf verið meistari en það er ekki þannig í fótboltanum,“ sagði Guðjón. „Ég veit það ekki því þetta er eiginlega erfiðara en að spila fótbolta. Þetta er svo mikið handverk og þetta listræna gildi sem laufabrauðið snýst um. Ekki eins og hefur birst okkur í fjöldaframleiðslunni í verslunum undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. Að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins „Ég er aðeins að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins og koma þeim á stall á markaðnum,“ sagði Höskuldur og hann þarf að vera flinkur í puttunum til að skera svona vel út. Vísir/Diego „Ég held að ég hafi verið sirka fjögurra ára þegar pabbi rétti mér fyrst vasahníf og bannaði mér að nota rúllujárnið. Það þótti of einhæft. Ég þurfti að læra það ungur að aldri að bretta upp á kökuna og sker fjölbreytt mynstur,“ sagði Höskuldur. Uppskriftin frá ömmu „Þetta er mikil fjölskylduhefð enda kemur uppskriftin frá ömmu og hún var frá Eiði á Langanesi. Þetta er því norðlenskt laufabrauð,“ sagði Höskuldur en það má horfa á viðtalið og heimsókn Gaupa hér fyrir ofan.
Besta deild karla Bakarí Handverk Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira