Fimmtán vilja verða forstöðumenn Kvikmyndamiðstöðvar Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 10:26 Laufey Guðjónsdóttir lætur nú af störfum eftir tuttugu ára setu sem forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Fimmtán hafa sótt um stöðuna. Pálmi Guðmundsson og Gísli Snær Erlingsson eru meðal þeirra sem sækja um stöðu forstöðumanns Kvikmyndastöðvar. Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira