Stjórnmál og fagmennska - stjórnsýslulegar hugleiðingar um N4 málið Haukur Arnþórsson skrifar 16. desember 2022 13:02 Sú uppákoma að fjárlaganefnd ákvað að styrkja N4 með beinu fjárframlagi, en féll svo frá því, kallar á stjórnsýslulegar vangaveltur. Ég ætla samt ekki að fjalla um að þingmaður er sagður hafa kallað eftir erindi um styrkinn frá N4, að styrkveitingunni var nánast smyglað í gegnum aðra umræðu í þinginu með ógagnsæjum texta eða að sjálft erindið frá N4 birtist ekki á vef Alþingis, eins og öll erindi til nefnda gera; Alþingi starfar nú einu sinni fyrir opnum tjöldum – þessi þrjú atriði eru svo niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnmál að ekki verður rætt um þau málefnalega. Styrkveitingar til aðila (félaga, stofnana og einstaklinga) eru í aðalatriðum gerðar af framkvæmdarvaldinu. Það er í takt við góða stjórnsýsluhætti og nýleg lög um opinber fjármál og er þá gert ráð fyrir því að framkvæmdarvaldið láti alla í þjóðfélaginu – að settum málefnalegum skilyrðum sem mæta tilgangi fjárveitingarinnar – sitja við sama borð (jafnræðisregla) og að allar aðrar stjórnsýslureglur séu virtar (meðalhóf, réttmæti, lögmæti osfrv.). Lögin um opinber fjármál þykja fagleg og góð og voru unnin í takt við bestu reglur alþjóðastofnana, svo sem OECD og Alþjóðabankans. Með þeim lauk áratugalöngum fjárveitingum Alþingis, sem í gamni er talað um að hafi verið til vina og vandamanna, sem voru algerlega komnar úr böndunum. Það var andstaða gegn þessu á þinginu og sumir telja að þingið (fjárlaganefnd) hafi misst völd með lögunum; sumir vildu einfaldlega handstýra opinberu fé áfram. Lögin um opinber fjármál eru flókin og löng og ég hef bara stúderað þau einu sinni, fjármál eru ekki mitt fag. Þau gefa fjármálaráðuneytinu aukin völd frá því sem var og styrkja jafnframt alla fjármálastarfsemi ríkisins. Með mikilli einföldun má segja að Alþingi eigi að starfa eins og stjórn í fyrirtæki: leggja meginlínur til framtíðar með fjármálaáætlunum og setja með fjárlögum megin reglur um deilingu opinbers fjár milli málaflokka og einstakra málefnalegra málsliða – meðan framkvæmdarvaldinu er ætlað að starfa eins og framkvæmdarstjórn sem hefur ákveðnar reglur til að styðjast við í störfum sínum að undirbúningi og framkvæmd. Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út. Nema hvað: Þessi sjóður á með fjárveitingunni að taka aukið tillit til staðsetningar hinna frjálsu fjölmiðla – sem ég tel að standist ekki jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni (bæði innlendir og erlendir ef út í það er farið), taka má gott dæmi um ferðamálavef sem rekinn er í Svíþjóð og hefur sýnt uppbyggingu á landsbyggðinni mikinn áhuga. Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna. Hvar blaðamennirnir búa eða staðsetning höfuðstöðva miðlanna geta ekki heldur verið málefnaleg sjónarmið á dögum netsins. Það myndi þýða að blaðamenn myndu lækka styrki til fjölmiðla sinna með því að búa erlendis, raunar alls staðar annars staðar en úti á landi og segir sig sjálft hvers laga endileysa það er. Þá er staðsetning höfuðstöðva ekki heldur sjónarmið sem framkvæmdarvaldið getur notað til að mismuna fjölmiðlun; það myndi kalla á flutning á heimilisfesti fjölmiðla svipað og lögheimilaflutningur þingmanna hefur verið þeim freisting til að auka tekjur sínar. Fleira kom í ljós í þessu máli svo sem að Alþingi starfar við nánast engar hæfiseglur. Sú eina regla gildir (er í þingsköpum) að þingmenn mega ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárveitingu til sjálfs sín. Þörfin á nútímalegum hæfisreglum fyrir löggjafarvaldið er brýn, hætt er við að þetta regluleysi brjóti í bága við siðferðisvitund kjósenda. Þegar talað er um almennar hæfisreglur er yfirleitt átt við hæfisreglur stjórnsýslulaga, sem gilda fyrir framkvæmdarvaldið – og aðrar og enn strangari reglur gilda fyrir dómsvaldið. Löggjafarvaldið hefur hins vegar gleymt sér. Meirihlutinn á þingi lætur nú sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt var frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en hitt tel ég líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Fjölmiðlar Styrkbeiðni N4 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Sú uppákoma að fjárlaganefnd ákvað að styrkja N4 með beinu fjárframlagi, en féll svo frá því, kallar á stjórnsýslulegar vangaveltur. Ég ætla samt ekki að fjalla um að þingmaður er sagður hafa kallað eftir erindi um styrkinn frá N4, að styrkveitingunni var nánast smyglað í gegnum aðra umræðu í þinginu með ógagnsæjum texta eða að sjálft erindið frá N4 birtist ekki á vef Alþingis, eins og öll erindi til nefnda gera; Alþingi starfar nú einu sinni fyrir opnum tjöldum – þessi þrjú atriði eru svo niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnmál að ekki verður rætt um þau málefnalega. Styrkveitingar til aðila (félaga, stofnana og einstaklinga) eru í aðalatriðum gerðar af framkvæmdarvaldinu. Það er í takt við góða stjórnsýsluhætti og nýleg lög um opinber fjármál og er þá gert ráð fyrir því að framkvæmdarvaldið láti alla í þjóðfélaginu – að settum málefnalegum skilyrðum sem mæta tilgangi fjárveitingarinnar – sitja við sama borð (jafnræðisregla) og að allar aðrar stjórnsýslureglur séu virtar (meðalhóf, réttmæti, lögmæti osfrv.). Lögin um opinber fjármál þykja fagleg og góð og voru unnin í takt við bestu reglur alþjóðastofnana, svo sem OECD og Alþjóðabankans. Með þeim lauk áratugalöngum fjárveitingum Alþingis, sem í gamni er talað um að hafi verið til vina og vandamanna, sem voru algerlega komnar úr böndunum. Það var andstaða gegn þessu á þinginu og sumir telja að þingið (fjárlaganefnd) hafi misst völd með lögunum; sumir vildu einfaldlega handstýra opinberu fé áfram. Lögin um opinber fjármál eru flókin og löng og ég hef bara stúderað þau einu sinni, fjármál eru ekki mitt fag. Þau gefa fjármálaráðuneytinu aukin völd frá því sem var og styrkja jafnframt alla fjármálastarfsemi ríkisins. Með mikilli einföldun má segja að Alþingi eigi að starfa eins og stjórn í fyrirtæki: leggja meginlínur til framtíðar með fjármálaáætlunum og setja með fjárlögum megin reglur um deilingu opinbers fjár milli málaflokka og einstakra málefnalegra málsliða – meðan framkvæmdarvaldinu er ætlað að starfa eins og framkvæmdarstjórn sem hefur ákveðnar reglur til að styðjast við í störfum sínum að undirbúningi og framkvæmd. Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út. Nema hvað: Þessi sjóður á með fjárveitingunni að taka aukið tillit til staðsetningar hinna frjálsu fjölmiðla – sem ég tel að standist ekki jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni (bæði innlendir og erlendir ef út í það er farið), taka má gott dæmi um ferðamálavef sem rekinn er í Svíþjóð og hefur sýnt uppbyggingu á landsbyggðinni mikinn áhuga. Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna. Hvar blaðamennirnir búa eða staðsetning höfuðstöðva miðlanna geta ekki heldur verið málefnaleg sjónarmið á dögum netsins. Það myndi þýða að blaðamenn myndu lækka styrki til fjölmiðla sinna með því að búa erlendis, raunar alls staðar annars staðar en úti á landi og segir sig sjálft hvers laga endileysa það er. Þá er staðsetning höfuðstöðva ekki heldur sjónarmið sem framkvæmdarvaldið getur notað til að mismuna fjölmiðlun; það myndi kalla á flutning á heimilisfesti fjölmiðla svipað og lögheimilaflutningur þingmanna hefur verið þeim freisting til að auka tekjur sínar. Fleira kom í ljós í þessu máli svo sem að Alþingi starfar við nánast engar hæfiseglur. Sú eina regla gildir (er í þingsköpum) að þingmenn mega ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárveitingu til sjálfs sín. Þörfin á nútímalegum hæfisreglum fyrir löggjafarvaldið er brýn, hætt er við að þetta regluleysi brjóti í bága við siðferðisvitund kjósenda. Þegar talað er um almennar hæfisreglur er yfirleitt átt við hæfisreglur stjórnsýslulaga, sem gilda fyrir framkvæmdarvaldið – og aðrar og enn strangari reglur gilda fyrir dómsvaldið. Löggjafarvaldið hefur hins vegar gleymt sér. Meirihlutinn á þingi lætur nú sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt var frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en hitt tel ég líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar