Styrkbeiðni N4

Fréttamynd

„Þetta er bara mjög óheppilegt“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. 

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla

Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“

Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 

Innlent
Fréttamynd

Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök

María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Telur fjöl­miðla­styrkinn ekki klúður og stendur við til­löguna

Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður.  Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 

Innlent
Fréttamynd

Fór hörðum orðum um Ríkisútvarpið og hefur lagt fram kæru

Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu hefur lagt fram kæru á hendur íslenska ríkinu vegna hindrana í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hún segir fjölmiðlastyrki hins opinbera vera orðnir að geðþóttaákvörðun stjórnvalda hverju sinni, eins og sýni sig í því að N4 geti fengið fjárlaganefnd til að bæta við 100 milljóna styrk, en að Útvarp Saga fái engan.

Innlent
Fréttamynd

Veit um tvo fjöl­miðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk.

Viðskipti innlent