Innlent

Selfyssingum hefur fjölgað um 3.400 manns á níu árum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sigurður Þór Haraldsson er veitustjóri Selfossveitna.
Sigurður Þór Haraldsson er veitustjóri Selfossveitna. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á sama tíma og íbúum á Selfossi hefur fjölgað um þrjú þúsund og fjögur hundruð manns á síðustu níu árum er það mikil áskorun fyrir Selfossveitur að útvegum öllum nóg af heitu vatni. Veitustjóri Selfossveitna segist ekki geta lofað nóg af heitu vatni næstu árin.

Sundlaugunum á Stokkseyri og á Selfossi var lokað fyrir nokkrum dögum vegna skorts á heitu vatni og þá var gripið til ýmissar annara takmarkana á heitu vatni á Selfossi vegna kuldatíðarinnar undanfarið. Þá hafa ný og ný íbúðarhverfi risið hratt á Selfoss á síðustu árum og alls staðar þarf því meira og meira af heitu vatni.

Sigurður Þór Haraldsson er veitustjóri Selfossveitna.

„Já, þessi fjölgun hefur verið ævintýri líkast síðustu árin. Bara á síðustu níu árum hefur okkur fjölgað yfir fjörutíu prósent eða um 3.400 manns, þannig að þetta hefur reynt heilmikið á hitaveituna og við höfum ekki alveg setið auðum höndum heldur. Við höfum bæði borða sjö vinnsluholur og virkjað sex. Við höfum farið í miklar fjárfestingar, bæði í dælistöðvum og stofnlögnum og bara á þessum árum höfum við fjárfest fyrir hátt í fjóra milljarða,“ segir Sigurður Þór.

Og þið eruð að bora og bora?

„Já, já, við erum að bora mikið núna en það er því miður þannig að við sjáum ekki enn þá fyrir okkur hvar næsta vinnsluhola er, heldur erum við í rannsóknarfasa.“

En getur Sigurður Þór lofað nógu af heitu vatni næstu árin á Selfossi eða hvað?

„Nei, ég get ekki lofað því en við róum öllum árum að því að reyna að halda í við þessa fjölgun, sem á sér hérna stað,“ segir Sigurður Þór.

Mikið álag er á Selfossveitum við að leita af meira af heitu vatni vegna mikillar fjölgunar íbúa á Selfossi á síðustu árum með tilheyrandi nýjum íbúðahverfum í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×