Katrín Edda greinir frá barnaláninu á Instagram en þar hefur hún leyft fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni. „Og skyndilega breyttist allt. Fjölskylda. 4.050 gramma 51 centimetra fullkomnun kom í heiminn í kvöld,“ segir hún.
Katrín Edda greindi ítarlega frá öllu ferlinu, allt frá því að hún hóf meðferð við ófrjósemi, þegar hún fékk jákvæða niðurstöðu á þungunarprófi, þegar kyn barnsins kom í ljós og loks í gær þegar stúlkan kom í heiminn.
Stúlkan er fyrsta barn þeirra Katrínar Eddu og Markusar en þau létu pússa sig saman í byrjun árs.