Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður.

Útlitið var svart þegar hún var komin í hríðir og bíllinn fastur í ófærri götu. En nágrannarnir stukku til og björguðu deginum. Við hittum ungt par í kvöldfréttum sem áttu erfiða ferð upp á fæðingardeild í gær. 

Tæplega þriðjungur nemenda sem útskrifuðust úr Fisktækniskóla Íslands í vikunni sem leið eru Pólverjar. Rekstrarstjóri fiskvinnslu í Grindavík segir hana ekki geta verið án erlends vinnuafls. Pólverjarnir eru hæstánægðir með námið sem að hluta var kennt á pólsku.

Starfsfólk hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli hefur tekið að sér að skemmta heimilisfólki á aðventunni - og þar skortir ekki hæfileikana.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×