Fótbolti

Messi valinn bestur á mótinu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Lionel Messi var að spila á sínu síðasta heimsmeistaramóti og getur ekki kvatt stærsta sviðið með betri hætti. 
Lionel Messi var að spila á sínu síðasta heimsmeistaramóti og getur ekki kvatt stærsta sviðið með betri hætti.  Vísir/Getty

Lionel Messi var valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla sem lauk með sigri Messi og félaga hjá Argentínu í Doha og Katar í dag. 

Messi þótti einnig standa upp úr á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Argentína laut þar í lægra haldi fyrir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins og Messi fékk þar sárabót með því að vera valinn bestur. 

 Þar með er Messi fyrsti leikkmaðurinn í sögunni til þess að hljóta Gullboltann tvisvar sinnum. 

Enzo Fernandez, samherji Messi hjá Argentínu var valinn besti ungi leikmaðurinn á mótinu. Annar leikmaður argentínska liðsins, Emiliano Martínez þótti besti markmaður mótsins.  

Kylian Mbappé var markakóngur mótsins en hann skoraði þrennu í úrslitaleik mótsins í dag og alls átta mörk á mótinu. Messi kom næstur með sjö mörk. 

Lionel Messi með Gullboltann. Vísir/Getty
Verðlaunahafarnir missáttir eftir að hafa tekið á móti gripum sínum. Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×