Ævintýraleg helgi að baki hjá Þorbirni: „Þetta var bara endalaust“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 09:09 Frá aðgerðum á Grindavíkurvegi. Margir lögðu leið sína í Bláa lónið í dag þrátt fyrir snjóbyl. aðsend Steinar Þór Kristinsson, frá björgunarsveitinni Þorbirni á Grindavík, telur að fjölmargir ferðamenn hafi misst af flugferðum af landi brott um helgina. Fleiri hundruð manns var komið til bjargar. „Þetta var bara endalaust,“ segir Steinar Þór. Segja má að stærsta einstaka verkefni helgarinnar á Suðurnesjunum hafi verið á Grindavíkurvegi. Þar festi hver ferðamaðurinn á fætur öðrum sig, margur á leiðinni í Bláa lónið. „Helgin var ævintýri. Þetta var alveg ótrúlega stórt. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Steinar Þór sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við fengum gríðarlega margt fólk sem við þurftum einhvern veginn að halda utan um.“ Hann telur fleiri hundruð bíla hafa setið fasta á Grindavíkurvegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í húsakynnum Þorbjörns. Þegar hún fylltist var íþróttamiðstöðin í Grindavík opnuð. Auk þess hafi verið um fimm hundruð manns í Bláa lóninu. „Þetta var bara endalaust. Að langstærstum hluta erlendir ferðamenn,“ segir Steinar Þór. Margir hafi verið stressaðir út af flugferðum sínum og gistingu. Einhverjir hafi dvalið yfir nótt í íþróttamiðstöðinni. Margir hafi misst af flugferðum sínum. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Margt fólk átti flug um morguninn en var fast í Grindavík og allt dótið á hóteli í Reykjavík,“ segir Steinar. Þótt björgunarsveitin hafi verið meðvituð um veðurspána hafi hún ekki átt von á því sem varð. „Sagan segir okkur að gera ráð fyrir öllu, gera ráð fyrir því versta en vona það besta.“ Engir bílar eru fastir á Grindavíkurvegi sem stendur. Björgunarsveitarfólk úr Grindavík aðstoðar nú félaga sína á Suðurnesjum í verkefnum á Reykjanesbraut. Björgunarsveitir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Segja má að stærsta einstaka verkefni helgarinnar á Suðurnesjunum hafi verið á Grindavíkurvegi. Þar festi hver ferðamaðurinn á fætur öðrum sig, margur á leiðinni í Bláa lónið. „Helgin var ævintýri. Þetta var alveg ótrúlega stórt. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Steinar Þór sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við fengum gríðarlega margt fólk sem við þurftum einhvern veginn að halda utan um.“ Hann telur fleiri hundruð bíla hafa setið fasta á Grindavíkurvegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í húsakynnum Þorbjörns. Þegar hún fylltist var íþróttamiðstöðin í Grindavík opnuð. Auk þess hafi verið um fimm hundruð manns í Bláa lóninu. „Þetta var bara endalaust. Að langstærstum hluta erlendir ferðamenn,“ segir Steinar Þór. Margir hafi verið stressaðir út af flugferðum sínum og gistingu. Einhverjir hafi dvalið yfir nótt í íþróttamiðstöðinni. Margir hafi misst af flugferðum sínum. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Margt fólk átti flug um morguninn en var fast í Grindavík og allt dótið á hóteli í Reykjavík,“ segir Steinar. Þótt björgunarsveitin hafi verið meðvituð um veðurspána hafi hún ekki átt von á því sem varð. „Sagan segir okkur að gera ráð fyrir öllu, gera ráð fyrir því versta en vona það besta.“ Engir bílar eru fastir á Grindavíkurvegi sem stendur. Björgunarsveitarfólk úr Grindavík aðstoðar nú félaga sína á Suðurnesjum í verkefnum á Reykjanesbraut.
Björgunarsveitir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28
Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43