Mannúð í anda jólanna Inga Sæland skrifar 19. desember 2022 10:31 Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafætæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tækifæri til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eftir 126 milljónum króna til 2080 bláfætækra í sárri neyð kom félags og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæðaskýringar. Hann sagði meðal annars: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér, viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hafa kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföldustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvað annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „En burt séð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfinu sem var einfaldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðuneytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti Gleðileg jól Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafætæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tækifæri til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eftir 126 milljónum króna til 2080 bláfætækra í sárri neyð kom félags og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæðaskýringar. Hann sagði meðal annars: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér, viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hafa kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföldustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvað annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „En burt séð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfinu sem var einfaldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðuneytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti Gleðileg jól Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun