Viðskipti innlent

Ólafur nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Nova

Atli Ísleifsson skrifar
Skemmtana- og framkvæmdastjórn Nova: Þórhallur Jóhannsson, Margrét Tryggvadóttir, Þuríður Guðnadóttir og Ólafur Magnússon.
Skemmtana- og framkvæmdastjórn Nova: Þórhallur Jóhannsson, Margrét Tryggvadóttir, Þuríður Guðnadóttir og Ólafur Magnússon. Nova/Gunnar Svanberg

Ólafur Magnússon hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra tækni og nýsköpunar hjá Nova.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Ólafur hafi starfað hjá Creditinfo Group frá árinu 2015, síðast sem framkvæmdastjóri Global Technology & Delivery.

„Áður starfaði Ólafur í fjarskiptageiranum, m.a. hjá Símanum og hjá alþjóðlega fjarskiptafyrirtækinu 3 í Svíþjóð. 3 var fyrsta fjarskiptafélagið í Evrópu til að bjóða upp á farsímaþjónustu yfir 3G farsímanet og var brautryðjandi í að lækka fjarskiptakostnað viðskiptavina sinna með ókeypis símtölum innan kerfis.

Ólafur er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Ólafur tekur við starfinu 1. mars og mun Benedikt Ragnarsson, sinna starfinu þangað til en hann mun svo taka við nýju hlutverki innan Nova og verða tækniþróunarstjóri,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×