Taldi sig dauðvona, afhenti dóttur sinni fúlgur fjár og vildi þær svo til baka Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2022 16:14 Konan vildi meina að um gjöf hafi verið að ræða en faðir hennar þvertók fyrir það, hún hafi bara átt að varðveita féð. vísir/vilhelm Einstakt mál var til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjaness en það snýst um að maður nokkur sem var á leið í aðgerð og taldi litlar líkur á að hann myndi lifa hana af afhenti dóttur sinni fúlgur fjár. Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira