Hleypur 200 kílómetra fyrir málefni sem stendur honum nærri Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2022 19:35 Davíð Rúnar Bjarnason hleypur 200 kílómetra til að vekja athygli á neyð í geðheilbrigðismálum. Vísir/Egill Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Verkefnið ber heitið Hlaup fyrir hausinn og hóf Davíð að hlaupa klukkan 15:00 í gær, sunnudaginn 18. desember. Hann hleypur 10 kílómetra á 20 hlaupabrettum, alls 200 kílómetra á rúmum sólarhring. Brettin 20 voru tekin frá í World Class-ræktarstöðinni í Laugum og var fólk boðið velkomið að manna hin 19 brettin á meðan Davíð hljóp á einu þeirra. Davíð á góða félaga sem hjálpuðu honum að hlaupa í gegnum nóttina en fjölmargir hafa mætt á brettin til að veita honum félagsskap við verkið. Hann segir það vera í anda starfsemi samtakanna. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir Píeta og öll hin brettin sem ég er ekki á eru í raun opin fyrir hvern sem er, sem vill hlaupa með mér, það er svolítið lýsandi fyrir það sem Píeta gerir: Að aðstoða fólk þegar það er eitt,“ „Það hefur hellingur af fólki komið að hlaupa með mér og segir sitt um starfsemi þeirra. Þetta er búið að vera mjög gefandi,“ segir Davíð. Á vini sem hafa fallið fyrir eigin hendi Píeta samtökin sinn forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. En hvers vegna stendur það Davíð nærri? „Ég á marga vini sem hafa verið að leita til þeirra og einhverja sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Svo er ég sjálfur búinn að vera að bíða - geðheilbrigðismálin á Íslandi eru náttúrulega bara í algjöru rugli - ég hef beðið núna í tvö ár og átta mánuði [eftir tíma hjá sálfræðingi],“ „Ég er svona strákur sem passaði aldrei inn í skólann, er ofvirkur og með athyglisbrest, en þegar ég var yngri gat ég bara æft það frá mér. En nú er ég orðinn fullorðinn með barn og vildi athuga hvað ég gæti gert í þessu. Ég hef beðið í tvö ár og átta mánuði og hef ekki einu sinni fengið viðtal hjá sálfræðingi,“ segir Davíð. Þar kemur Píeta inn í myndina, enda biðin afar löng. „Það eru ekki allir sem höndla biðina og allar tölur um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru á uppleið, en samt er þetta svona. Ég bara næ ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Ég held að það þurfti að vekja meiri athygli á starfsemi Píeta,“ segir Davíð. Fólk ekki bara veikt á skrifstofutíma Davíð tekur dæmi af opnunartíma geðdeildar Landspítalans í tengslum við vandræðin í geðheilbrigðismálum. „Geðdeild lokar klukkan sjö á virkum dögum og klukkan fimm um helgar. Bara eins og fólki líði bara illa þangað til þá,“ Þetta snertir mig dálítið, segir Davíð klökkur. Ég vona bara að þetta ýti undir að fólk viti hvað er í gangi“. Hægt er að leggja söfnun Davíðs lið hér: Rn. 0123-26-051873 Kt. 050589-2269 Geðheilbrigði Hlaup Reykjavík Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Verkefnið ber heitið Hlaup fyrir hausinn og hóf Davíð að hlaupa klukkan 15:00 í gær, sunnudaginn 18. desember. Hann hleypur 10 kílómetra á 20 hlaupabrettum, alls 200 kílómetra á rúmum sólarhring. Brettin 20 voru tekin frá í World Class-ræktarstöðinni í Laugum og var fólk boðið velkomið að manna hin 19 brettin á meðan Davíð hljóp á einu þeirra. Davíð á góða félaga sem hjálpuðu honum að hlaupa í gegnum nóttina en fjölmargir hafa mætt á brettin til að veita honum félagsskap við verkið. Hann segir það vera í anda starfsemi samtakanna. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir Píeta og öll hin brettin sem ég er ekki á eru í raun opin fyrir hvern sem er, sem vill hlaupa með mér, það er svolítið lýsandi fyrir það sem Píeta gerir: Að aðstoða fólk þegar það er eitt,“ „Það hefur hellingur af fólki komið að hlaupa með mér og segir sitt um starfsemi þeirra. Þetta er búið að vera mjög gefandi,“ segir Davíð. Á vini sem hafa fallið fyrir eigin hendi Píeta samtökin sinn forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. En hvers vegna stendur það Davíð nærri? „Ég á marga vini sem hafa verið að leita til þeirra og einhverja sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Svo er ég sjálfur búinn að vera að bíða - geðheilbrigðismálin á Íslandi eru náttúrulega bara í algjöru rugli - ég hef beðið núna í tvö ár og átta mánuði [eftir tíma hjá sálfræðingi],“ „Ég er svona strákur sem passaði aldrei inn í skólann, er ofvirkur og með athyglisbrest, en þegar ég var yngri gat ég bara æft það frá mér. En nú er ég orðinn fullorðinn með barn og vildi athuga hvað ég gæti gert í þessu. Ég hef beðið í tvö ár og átta mánuði og hef ekki einu sinni fengið viðtal hjá sálfræðingi,“ segir Davíð. Þar kemur Píeta inn í myndina, enda biðin afar löng. „Það eru ekki allir sem höndla biðina og allar tölur um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru á uppleið, en samt er þetta svona. Ég bara næ ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Ég held að það þurfti að vekja meiri athygli á starfsemi Píeta,“ segir Davíð. Fólk ekki bara veikt á skrifstofutíma Davíð tekur dæmi af opnunartíma geðdeildar Landspítalans í tengslum við vandræðin í geðheilbrigðismálum. „Geðdeild lokar klukkan sjö á virkum dögum og klukkan fimm um helgar. Bara eins og fólki líði bara illa þangað til þá,“ Þetta snertir mig dálítið, segir Davíð klökkur. Ég vona bara að þetta ýti undir að fólk viti hvað er í gangi“. Hægt er að leggja söfnun Davíðs lið hér: Rn. 0123-26-051873 Kt. 050589-2269
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Hlaup Reykjavík Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira