Bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund kall og neytendur jafn hneykslaðir og 2008 Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2022 11:12 Þau tímamót urðu nýverið að verð á bíómiða er í fyrsta sinn komið yfir tvö þúsund krónur. Neytendur sem fréttastofa tók tali sögðu verðið sláandi en lýsandi fyrir efnahagsástandið í landinu. Þá bíti verðbólgan fast í jólainnkaupunum þetta árið. Það var í apríl 2008, rétt fyrir hrun, sem verð á bíómiða fór yfir þúsund krónur í fyrsta sinn. Og neytendur voru óhressir, eins og þessi bloggfærsla sýnir glögglega. „Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið,“ ritar höfundur. Vísir/Sara Og nú, fjórtán árum síðar, er bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund krónur. 2.045 krónur, nánar tiltekið, er nýtt almennt miðaverð í Sambíóunum, Háskólabíó og Smárabíó. Í öðrum helstu bíóhúsum hangir miðinn undir tvö þúsund kallinum. En bara rétt svo. Og eins og fyrir fjórtán árum voru viðskiptavinir Kringlunnar, sem fréttastofa ræddi við í gær, hneykslaðir á nýju miðaverði. Engar jólagjafir handa mömmu Miði í bíó er þó líklega ein ódýrasta tveggja tíma skemmtun sem völ er á á landinu, eins og Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum bendir á. Hækkunin sé langt í frá sambærileg við miklar hækkanir annars staðar. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um núverandi verðmiða á ýmsum vörum sem jafnan er neytt til dægrastyttingar og/eða yndisauka. Vísir/Sara/hjalti Pylsa á bæjarins bestu kostar 600 krónur eftir talsverða hlutfallslega hækkun síðustu misseri. Verð í ísbúðum hefur hækkað; lítill þeytingur í Ísbúð Vesturbæjar kostar 1.550 og tvöfaldur cappuccino á Te og kaffi er á 835 krónur. Þá fær maður varla ódýrari bjór á barnum en á 1.450, sem einmitt er verðið á hálfum lítra af Tuborg á Dönsku kránni. En dæmi eru um að bjór á dælu fari upp í 1.890 krónur á veitingastöðum. Hagstofan birtir verðbólgutölur á fimmtudag og Landsbankinn spáir því að verðbólgan hækki aftur, upp í 9,6 prósent, áður en hún hjaðnar aftur í janúar. Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum nú í aðdraganda jóla. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni. Viðtal við hann og aðra Kringlugesti í jólaösinni má nálgast í fréttinni í spilaranum fyrir ofan. Neytendur Bíó og sjónvarp Verðlag Kvikmyndahús Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Það var í apríl 2008, rétt fyrir hrun, sem verð á bíómiða fór yfir þúsund krónur í fyrsta sinn. Og neytendur voru óhressir, eins og þessi bloggfærsla sýnir glögglega. „Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið,“ ritar höfundur. Vísir/Sara Og nú, fjórtán árum síðar, er bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund krónur. 2.045 krónur, nánar tiltekið, er nýtt almennt miðaverð í Sambíóunum, Háskólabíó og Smárabíó. Í öðrum helstu bíóhúsum hangir miðinn undir tvö þúsund kallinum. En bara rétt svo. Og eins og fyrir fjórtán árum voru viðskiptavinir Kringlunnar, sem fréttastofa ræddi við í gær, hneykslaðir á nýju miðaverði. Engar jólagjafir handa mömmu Miði í bíó er þó líklega ein ódýrasta tveggja tíma skemmtun sem völ er á á landinu, eins og Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum bendir á. Hækkunin sé langt í frá sambærileg við miklar hækkanir annars staðar. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um núverandi verðmiða á ýmsum vörum sem jafnan er neytt til dægrastyttingar og/eða yndisauka. Vísir/Sara/hjalti Pylsa á bæjarins bestu kostar 600 krónur eftir talsverða hlutfallslega hækkun síðustu misseri. Verð í ísbúðum hefur hækkað; lítill þeytingur í Ísbúð Vesturbæjar kostar 1.550 og tvöfaldur cappuccino á Te og kaffi er á 835 krónur. Þá fær maður varla ódýrari bjór á barnum en á 1.450, sem einmitt er verðið á hálfum lítra af Tuborg á Dönsku kránni. En dæmi eru um að bjór á dælu fari upp í 1.890 krónur á veitingastöðum. Hagstofan birtir verðbólgutölur á fimmtudag og Landsbankinn spáir því að verðbólgan hækki aftur, upp í 9,6 prósent, áður en hún hjaðnar aftur í janúar. Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum nú í aðdraganda jóla. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni. Viðtal við hann og aðra Kringlugesti í jólaösinni má nálgast í fréttinni í spilaranum fyrir ofan.
Neytendur Bíó og sjónvarp Verðlag Kvikmyndahús Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira