Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 15:10 Frá Borgarstjórnarfundi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur að undanförnu gagnrýnt áform Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á stofnneti Sýnar fyrir þrjá milljarða. Tilkynnt var um að Ljósleiðarinn og Sýn ætti í einkaviðræðum um söluna. Stjórn OR heimilaði í síðustu viku stjórn Ljósleiðarans að ganga frá samningunum. Kjartan freistaði þess að fá málið til umræðu á borgarstjórnarfundi, sem nú stendur yfir. Forsætisnefnd borgarinnar hafnaði þeirri beiðni á föstudaginn og var ákvörðun nefndarinnar staðfest eftir umræðu við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Sakaði meirihlutann um einræðistilburði Í umræðum um málið á borgarstjórnarfundi sakaði Kjartan borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisn um að setja á umræðubann um málefni Ljósleiðarans. „Borgarstjórnarmeirihlutinn, þrátt fyrir orð forseta hér áðan, hefur enga heimild til að hafna því að löglega framborið mál sé sett á dagskrá borgarstjórnarfundar. Það eru engin fordæmi fyrir slíku, umræðubann í borgarstjórn Reykjavíkur. Með slíku banni gerist meirihlutinn sekur um valdníðslu og einræðistilburði,“ sagði Kjartan. Benti Kjartan á að heimilt væri að ræða tiltekin málefni fyrir luktum dyrum ef þau teldust viðkvæm. Það hafi meirihlutinn hins vegar ekki kosið að gera. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er greinilegt að hann telur málefni Orkuveitunnar og Ljósleiðarans þoli ekki dagsins ljós.“ Benti Kjartan á að um væri að ræða margra milljarða króna fjárfestingu utan skilgreinds starfssvæðis Orkuveitunnar. Mikilvægt væri að fram fari umræða á vettvangi borgarstjórnar um umræddan samning. Orðræðan kom á óvart Nokkur umræða fór fram um málið við upphaf borgarstjórnarfundar. Svaraði Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, gagnrýni Kjartans og Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafði tekið undir orð samflokksmanns síns. Sagði Einar að honum kæmi á óvart hvernig Sjálfstæðisflokkurinn væri að beita sér í málinu. „Orðræðan hér í þessum síðustu tveimur ræðum frá borgarfulltrúum Kjartani Magnússyni og Mörtu Guðjónsdóttur er í besta lagi furðuleg og ber þess vitni að nú eigi að reyna að beita þessari gömlu taktík sem að flokkar gerðu hér, að gera allt tortryggilegt og sjá spillingu í hverju horni og hika ekki við það að nota stór og ljót orð. Gera fólki upp annarlegan ásetning. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Einar. Vísaði Einar til þess að sérstakur rýnihópur hafi verið stofnaður utan um fyrirhugaða hlutafjáraukningu Ljósleiðarans. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs.Vísir/Arnar „Það sem að borgarfulltrúarnir vita báðir tveir er að borgarráð setti á fót sérstakan rýnihóp. Þar sem að allir flokkar í borgarstjórn geta farið sameiginlega yfir málið. Fá jafnan aðgang að trúnaðarupplýsingum. Geta óskað eftir öllum gögnum. Spurt spurninga. Leitt fyrir rýnihópinn gesti. Við lögðum upp með það að þessi rýnihópur myndi vinna málið af heiðarleika og í samvinnu. Hann var settur á fót til að tryggja aðgengi borgarfulltrúa að upplýsingum. Til þess að þeir geti metið stöðuna í samræmi við eðli málsins,“ sagði Einar. Bætti Einar við að þessi hópur væri enn að störfum og hafi ekki skilað af sér niðurstöðum. „Þess vegna vekur það undran að málið skuli vera fært hingað inn í borgarstjórn af því að málið er þannig vaxið að það er með viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, sem um er að ræða. Borgarfulltrúarnir vita báðir að um er að ræða viðkvæm viðskiptamál tveggja fyrirtækja þar sem er ekki hægt að ræða þau á opinberum vettvangi,“ sagði Einar. Horfa má á borgarstjórnarfundinn hér að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Borgarstjórn Reykjavík Sýn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur að undanförnu gagnrýnt áform Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á stofnneti Sýnar fyrir þrjá milljarða. Tilkynnt var um að Ljósleiðarinn og Sýn ætti í einkaviðræðum um söluna. Stjórn OR heimilaði í síðustu viku stjórn Ljósleiðarans að ganga frá samningunum. Kjartan freistaði þess að fá málið til umræðu á borgarstjórnarfundi, sem nú stendur yfir. Forsætisnefnd borgarinnar hafnaði þeirri beiðni á föstudaginn og var ákvörðun nefndarinnar staðfest eftir umræðu við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Sakaði meirihlutann um einræðistilburði Í umræðum um málið á borgarstjórnarfundi sakaði Kjartan borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisn um að setja á umræðubann um málefni Ljósleiðarans. „Borgarstjórnarmeirihlutinn, þrátt fyrir orð forseta hér áðan, hefur enga heimild til að hafna því að löglega framborið mál sé sett á dagskrá borgarstjórnarfundar. Það eru engin fordæmi fyrir slíku, umræðubann í borgarstjórn Reykjavíkur. Með slíku banni gerist meirihlutinn sekur um valdníðslu og einræðistilburði,“ sagði Kjartan. Benti Kjartan á að heimilt væri að ræða tiltekin málefni fyrir luktum dyrum ef þau teldust viðkvæm. Það hafi meirihlutinn hins vegar ekki kosið að gera. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er greinilegt að hann telur málefni Orkuveitunnar og Ljósleiðarans þoli ekki dagsins ljós.“ Benti Kjartan á að um væri að ræða margra milljarða króna fjárfestingu utan skilgreinds starfssvæðis Orkuveitunnar. Mikilvægt væri að fram fari umræða á vettvangi borgarstjórnar um umræddan samning. Orðræðan kom á óvart Nokkur umræða fór fram um málið við upphaf borgarstjórnarfundar. Svaraði Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, gagnrýni Kjartans og Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafði tekið undir orð samflokksmanns síns. Sagði Einar að honum kæmi á óvart hvernig Sjálfstæðisflokkurinn væri að beita sér í málinu. „Orðræðan hér í þessum síðustu tveimur ræðum frá borgarfulltrúum Kjartani Magnússyni og Mörtu Guðjónsdóttur er í besta lagi furðuleg og ber þess vitni að nú eigi að reyna að beita þessari gömlu taktík sem að flokkar gerðu hér, að gera allt tortryggilegt og sjá spillingu í hverju horni og hika ekki við það að nota stór og ljót orð. Gera fólki upp annarlegan ásetning. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Einar. Vísaði Einar til þess að sérstakur rýnihópur hafi verið stofnaður utan um fyrirhugaða hlutafjáraukningu Ljósleiðarans. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs.Vísir/Arnar „Það sem að borgarfulltrúarnir vita báðir tveir er að borgarráð setti á fót sérstakan rýnihóp. Þar sem að allir flokkar í borgarstjórn geta farið sameiginlega yfir málið. Fá jafnan aðgang að trúnaðarupplýsingum. Geta óskað eftir öllum gögnum. Spurt spurninga. Leitt fyrir rýnihópinn gesti. Við lögðum upp með það að þessi rýnihópur myndi vinna málið af heiðarleika og í samvinnu. Hann var settur á fót til að tryggja aðgengi borgarfulltrúa að upplýsingum. Til þess að þeir geti metið stöðuna í samræmi við eðli málsins,“ sagði Einar. Bætti Einar við að þessi hópur væri enn að störfum og hafi ekki skilað af sér niðurstöðum. „Þess vegna vekur það undran að málið skuli vera fært hingað inn í borgarstjórn af því að málið er þannig vaxið að það er með viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, sem um er að ræða. Borgarfulltrúarnir vita báðir að um er að ræða viðkvæm viðskiptamál tveggja fyrirtækja þar sem er ekki hægt að ræða þau á opinberum vettvangi,“ sagði Einar. Horfa má á borgarstjórnarfundinn hér að neðan. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Borgarstjórn Reykjavík Sýn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent