Körfubolti

„Fyrsta skipti í sögu Körfu­bolta­kvölds sem þetta er svona“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Styrmir Snær kom, sá og sigraði gegn Stjörnunni.
Styrmir Snær kom, sá og sigraði gegn Stjörnunni. Vísir/Bára Dröfn

Að venju voru „Tilþrif umferðarinnar“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Alls voru tíu tilþrif valin og þau má sjá hér að neðan. Sami leikmaður átti bestu og næstbestu tilþrifin að þessu sinni.

Þór Þorlákshöfn sýndu loks hvað í þeim býr þegar liðið pakkaði Stjörnunni saman í Þorlákshöfn í 10. umferð Subway deildar karla í körfubolta.

Segja má að Styrmir Snær Þrastarson hafi stolið senunni með tveimur frábærum troðslum með örskömmu milli bili. Hann stal boltanum og tróð með tilþrifum. Strax í næstu sókn unnu Þórsarar boltann og endaði það með því að Styrmir tróð aftur.

Voru það valin bestu og næstbestu tilþrif umferðarinnar. Í fyrsta skipti sem einn og sami leikmaðurinn á tvö bestu tilþrifin. Sjá má topp 10 listann hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Tilþrif 10. umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×