Jónatan um brotthvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 07:01 Jónatan Magnússon mun ekki stýra KA á næstu leiktíð. VÍSIR/VILHELM Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA. Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu
Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti