Jónatan um brotthvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 07:01 Jónatan Magnússon mun ekki stýra KA á næstu leiktíð. VÍSIR/VILHELM Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA. Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu
Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti