Landsliðsfólk borgar svo leikirnir fáist sýndir á RÚV Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 10:31 Úr landsleik blaklandsliðs Íslands við Belgíu. Vísir/Vilhelm Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir fréttaflutning villandi um kostnað landsliðsfólks í blaki af útsendingum RÚV frá landsleikjum. Afreksfólk í greininni þarf hins vegar að standa straum af eigin afrekum, og útsendingakostnaður RÚV fellur undir það. Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Sjá meira
Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Sjá meira