„Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 11:22 Benedikt Þór Guðmundsson kemur að skipulagninu Vetrarsólstöðugöngu Píetasamtakanna sem fram fer í kvöld Í kvöld, 21. desember fer fram árleg Vetrarsólstöðuganga Píetasamtakanna. Aðstandendur og syrgjendur koma saman og minnast ástvina sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan er tákræn að því leiti að dimmasti dagur ársins er í dag en á morgun fer að birta til. Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35