Formaður Þjóðarflokksins sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 11:51 Morten Messerschmidt með spúsu sinni þegar málið gegn honum var tekið fyrir í Frederiksberg í síðasta mánuði. Vísir/EPA Dómstóll í Danmörku sýknaði Morten Messerschmidt, formann Þjóðarflokksins, af ákæru um misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Upphaflega var Messerschmidt sakfelldur en sá dómur var ógiltur og málið tekið fyrir aftur. Evrópuskrifstofan um aðgerðir gegn svikum, eftirlitsstofnun fyrir fjárveitingar Evrópusambandsins, komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðarflokkurinn og ítalskir og grískir flokkar í svonefndum MELD-þingflokki þjóðernisíhaldsmanna á Evrópuþinginu hefðu misnotað fjármuni sem þeir fengu frá sambandinu árið 2019. Danskir fjölmiðlar sögðu fyrst frá meintum brotum Þjóðarflokksins þremur árum fyrr. Messerschmidt var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og misferli með ESB-fé í fyrra. Hann var forseti MELD-þingflokksins frá 2014 til 2015. Honum var gefið að sök að hafa notað hundrað þúsund danskar krónur sem áttu að fara í kynningu á ESB í sumarfagnað fyrir Þjóðarflokkinn árið 2015. Sá dómur var ógiltur vegna hagsmunaáreksturs dómara. Ákveðið var að málið skyldi tekið fyrir aftur. Messerschmidt var sýknaður þar sem dómurinn taldi að ekki væri hægt að útiloka að flokkurinn hafi einnig haldið ráðstefnu um ESB í tengslum við sumarfagnaðinn, að sögn danska ríkisútvarpsins. Byggði það meðal annars á upptöku þar sem Messerschmidt heyrðist ræða um skipulagningu sumarfundarins og vísa til þess að hafa tekið þátt í ráðstefnu á vegum Evrópuþingflokksins. Messerschmidt, sem nú er formaður Þjóðarflokksins, sagði blaðamönnum að hann væri feginn að vera laus við mál sem hafi varpað skugga á hann og flokkinn í sjö ár. Saksóknarar hafa ekki ákveðið hvort að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar. Fyrrverandi starfsmaður Messerschmidt hjá Evrópuþingflokknum var einnig sýknaður af ákæru um skjalafals í málinu. Danmörk Evrópusambandið Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Evrópuskrifstofan um aðgerðir gegn svikum, eftirlitsstofnun fyrir fjárveitingar Evrópusambandsins, komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðarflokkurinn og ítalskir og grískir flokkar í svonefndum MELD-þingflokki þjóðernisíhaldsmanna á Evrópuþinginu hefðu misnotað fjármuni sem þeir fengu frá sambandinu árið 2019. Danskir fjölmiðlar sögðu fyrst frá meintum brotum Þjóðarflokksins þremur árum fyrr. Messerschmidt var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og misferli með ESB-fé í fyrra. Hann var forseti MELD-þingflokksins frá 2014 til 2015. Honum var gefið að sök að hafa notað hundrað þúsund danskar krónur sem áttu að fara í kynningu á ESB í sumarfagnað fyrir Þjóðarflokkinn árið 2015. Sá dómur var ógiltur vegna hagsmunaáreksturs dómara. Ákveðið var að málið skyldi tekið fyrir aftur. Messerschmidt var sýknaður þar sem dómurinn taldi að ekki væri hægt að útiloka að flokkurinn hafi einnig haldið ráðstefnu um ESB í tengslum við sumarfagnaðinn, að sögn danska ríkisútvarpsins. Byggði það meðal annars á upptöku þar sem Messerschmidt heyrðist ræða um skipulagningu sumarfundarins og vísa til þess að hafa tekið þátt í ráðstefnu á vegum Evrópuþingflokksins. Messerschmidt, sem nú er formaður Þjóðarflokksins, sagði blaðamönnum að hann væri feginn að vera laus við mál sem hafi varpað skugga á hann og flokkinn í sjö ár. Saksóknarar hafa ekki ákveðið hvort að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar. Fyrrverandi starfsmaður Messerschmidt hjá Evrópuþingflokknum var einnig sýknaður af ákæru um skjalafals í málinu.
Danmörk Evrópusambandið Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira