Áhugamálið varð að atvinnu: Frá Egilsstöðum um alla Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 07:00 Stefán Númi Stefánsson er eini íslenski atvinnumaðurinn í amerískum fótbolta. Vísir/Sigurjón Stefán Númi Stefánsson er eini atvinnumaður Íslands í amerískum fótbolta og leikur með stórliði Potsdam Royals í Þýskalandi. Sem ungur drengur á Egilsstöðum óraði hann ekki fyrir því að komast á þann stað sem hann er á í dag. Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira