Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2022 19:01 Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í Ráðgjafateymi borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Vísir/Egill Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum. MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum.
MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira