Ósáttur við Blaksambandið: „Ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 18:00 Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ótrúlegt að RÚV sé bendlað við málið. Vísir/Samsett Hilmar Björnsson, íþróttastjóri á RÚV, skilur ekkert í ummælum Grétars Eggertssonar, formanns Blaksambands Íslands, við Vísi í morgun þess efnis að RÚV hafi rukkað sambandið um háar fjárhæðir vegna útsendinga á landsleikjum. Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira