Ísland niður um eitt sæti og heimsmeistararnir komust ekki á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 10:15 Íslenska karlalandsliðið átti erfitt ár en endaði það á titli. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu endar árið 2022 í 63. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Sigurinn í Eystrasaltsbikarnum náði ekki að skila íslensku strákunum hærra sæti á listanum því liðið fellur úr 62. sæti niður í það 63. milli lista. Þetta er lægsta staða íslenska landsliðsins í árslok á FIFA-listanum í tíu ár eða síðan árið 2012 þegar liðið sat í 90. sæti í árslok. Athygli vekur að nýkrýndir heimsmeistarar Argentínu ná ekki að taka toppsæti listans af Brasilíu, sem datt út í átta liða úrslitum á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by FIFA World Cup (@fifaworldcup) Brasilíumenn halda efsta sæti listans en Argentínumenn far upp um eitt sæti. Belgar falla úr öðru sæti niður í það fjórða og missa því bæði Argentínu og Frakkland (3. sæti) upp fyrir sig. England er áfram í fimmta sæti. Danir þurfa að sætta sig að detta niður um átta sæti, fara út af topp tíu og sitja nú í 18. sæti. Króatar komast inn á topp tíu í staðinn með því að fara upp um fimm sæti og alla leið í sjöunda sætið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart en spútniklið Marokkó hækkar sig mikið á listanum en liðið fór alla leið í undanúrslitin á HM. Marokkó fer upp um ellefu sæti og upp í ellefta sæti. Marokkóbúar hafa farið alls upp um sautján sæti frá því á sama tíma fyrir ári síðan. Gambía hækkar sig mest á árinu eða alls um 24 sæti en líkt og Marokkó þar fóru Kosta Ríka og Kamerún líka upp um sautján sæti á þessu eina ári. Ástralar taka líka mikið stökk á listanum en þeir sitja nú í 27. sæti eftir ellefu sæta stökk. Kamerún fór upp um tíu sæti og upp í 33. sæti síðan á listanum í október. FIFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Sigurinn í Eystrasaltsbikarnum náði ekki að skila íslensku strákunum hærra sæti á listanum því liðið fellur úr 62. sæti niður í það 63. milli lista. Þetta er lægsta staða íslenska landsliðsins í árslok á FIFA-listanum í tíu ár eða síðan árið 2012 þegar liðið sat í 90. sæti í árslok. Athygli vekur að nýkrýndir heimsmeistarar Argentínu ná ekki að taka toppsæti listans af Brasilíu, sem datt út í átta liða úrslitum á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by FIFA World Cup (@fifaworldcup) Brasilíumenn halda efsta sæti listans en Argentínumenn far upp um eitt sæti. Belgar falla úr öðru sæti niður í það fjórða og missa því bæði Argentínu og Frakkland (3. sæti) upp fyrir sig. England er áfram í fimmta sæti. Danir þurfa að sætta sig að detta niður um átta sæti, fara út af topp tíu og sitja nú í 18. sæti. Króatar komast inn á topp tíu í staðinn með því að fara upp um fimm sæti og alla leið í sjöunda sætið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart en spútniklið Marokkó hækkar sig mikið á listanum en liðið fór alla leið í undanúrslitin á HM. Marokkó fer upp um ellefu sæti og upp í ellefta sæti. Marokkóbúar hafa farið alls upp um sautján sæti frá því á sama tíma fyrir ári síðan. Gambía hækkar sig mest á árinu eða alls um 24 sæti en líkt og Marokkó þar fóru Kosta Ríka og Kamerún líka upp um sautján sæti á þessu eina ári. Ástralar taka líka mikið stökk á listanum en þeir sitja nú í 27. sæti eftir ellefu sæta stökk. Kamerún fór upp um tíu sæti og upp í 33. sæti síðan á listanum í október.
FIFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira