Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Fyrstu fundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður 3. janúar eftir að þrír fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðust gegn því að hann yrði felldur niður. Vísir/Vilhelm Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira