Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2022 22:11 Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi. Kringvarpið Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá stjórnarskiptunum í Þórshöfn í dag. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi, kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Ruth verður fjármálaráðherra og Høgni utanríkis- og atvinnumálaráðherra í nýrri landsstjórn sem telst vera miðju- og vinstri stjórn. Síðar um morguninn, á fundi Lögþingsins, var Aksel kjörinn lögmaður Færeyja en þetta er í annað sinn sem hann gegnir þessu embætti. Eftir hádegi mættu ráðherrar nýju stjórnarinnar, klæddir hátíðarbúningi, í Þinganes, aðsetur landsstjórnarinnar, þar sem fráfarandi lögmaður, Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, afhenti þeim formlega lyklavöldin. Ný landsstjórn Færeyja í hátíðarklæðum. Níu ráðherrar, fimm karlar og fjórar konur, skipa stjórnina.Kringvarpið Upphaflega hugðust þau Aksel og Ruth mynda stjórn með Bárði og Sambandsflokknum en þær viðræður fóru út um þúfur vegna ágreinings um hvort stíga ætti skref til sjálfstæðis með því að gera Færeyinga óháðari fjárhagsstuðningi frá Dönum. Niðurstaða nýju samstarfsflokkanna var að ríkisframlögin frá Danmörku skyldu minnkuð um 25 milljónir danskra króna á ári, um 500 milljónir íslenskra króna, eða um samtals tvo milljarða íslenskra króna í áföngum á næstu fjórum árum. Það eru um 15 prósent af núverandi stuðningi. Þá náðu flokkarnir samkomulagi um það að hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi umtalsvert samhliða því sem sveitarfélög fá hlutdeild í hærri atvinnuvegasköttum, að því er fram kom í viðtali við Ruth Vang í Norðlýsið. Fjárhæðir hafa þó ekki verið nefndar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Danmörk Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá stjórnarskiptunum í Þórshöfn í dag. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi, kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Ruth verður fjármálaráðherra og Høgni utanríkis- og atvinnumálaráðherra í nýrri landsstjórn sem telst vera miðju- og vinstri stjórn. Síðar um morguninn, á fundi Lögþingsins, var Aksel kjörinn lögmaður Færeyja en þetta er í annað sinn sem hann gegnir þessu embætti. Eftir hádegi mættu ráðherrar nýju stjórnarinnar, klæddir hátíðarbúningi, í Þinganes, aðsetur landsstjórnarinnar, þar sem fráfarandi lögmaður, Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, afhenti þeim formlega lyklavöldin. Ný landsstjórn Færeyja í hátíðarklæðum. Níu ráðherrar, fimm karlar og fjórar konur, skipa stjórnina.Kringvarpið Upphaflega hugðust þau Aksel og Ruth mynda stjórn með Bárði og Sambandsflokknum en þær viðræður fóru út um þúfur vegna ágreinings um hvort stíga ætti skref til sjálfstæðis með því að gera Færeyinga óháðari fjárhagsstuðningi frá Dönum. Niðurstaða nýju samstarfsflokkanna var að ríkisframlögin frá Danmörku skyldu minnkuð um 25 milljónir danskra króna á ári, um 500 milljónir íslenskra króna, eða um samtals tvo milljarða íslenskra króna í áföngum á næstu fjórum árum. Það eru um 15 prósent af núverandi stuðningi. Þá náðu flokkarnir samkomulagi um það að hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi umtalsvert samhliða því sem sveitarfélög fá hlutdeild í hærri atvinnuvegasköttum, að því er fram kom í viðtali við Ruth Vang í Norðlýsið. Fjárhæðir hafa þó ekki verið nefndar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Danmörk Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41
Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00