„Lífið breyttist á skotstundu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 20:01 Mary Earps fagnaði Evrópumeistaratitlinum að hætti hússins. Sarah Stier/Getty Images „Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu. Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu.
Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00