Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2022 18:55 Björgunarsveitarmenn í Vík þurftu að koma fjölda erlendra ferðamanna til aðstoðar. Sigurður Pétur Jóhannsson Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum. „Það er ansi mikið að gera,“ segir Kjartan Hlöðversson, starfsmaður á Hótel Kötlu. Hann segir um 155 ferðamenn gista nú á hótelinu og segir að hafi komið sér á óvart hversu margir ferðamenn hafi komist leiðar sinnar til Víkur í gærkvöldi, jafnvel eftir að þjóðveginum var lokað. „Við gerðum ráð fyrir degi þar sem við myndum fá helling af afbókunum en það var bara merkilega lítið af þeim. Það voru held ég þrír eða fjórir sem afbókuðu, sem okkur fannst bara ótrúlegt í gær. Ég held bara að ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Þau henda sér af stað sama þótt götur séu færar eða ekki.“ Langflest herbergin eru í notkun núna að sögn Kjartans. Hann segir að fáir séu að stressa sig á ástandinu. „Margir sem koma hingað halda jólin ekki hátíðleg á sama hátt og við gerum. Ferðamenn koma hingað til að upplifa snjóinn og norðurljósin. Fólk fékk heldur betur snjóinn í gær og svo spáir reyndar norðurljósum í kvöld, þótt það verði nú ansi skýjað“ segir Kjartan og hlær. Þrátt fyrir aðstæður svífi því jólaandinn yfir vötnum. „Eins og er, eru allir bara jákvæðir, fólk sættir sig við þetta. Það veit að það er á Íslandi. Ég segi bara welcome to Iceland.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira
„Það er ansi mikið að gera,“ segir Kjartan Hlöðversson, starfsmaður á Hótel Kötlu. Hann segir um 155 ferðamenn gista nú á hótelinu og segir að hafi komið sér á óvart hversu margir ferðamenn hafi komist leiðar sinnar til Víkur í gærkvöldi, jafnvel eftir að þjóðveginum var lokað. „Við gerðum ráð fyrir degi þar sem við myndum fá helling af afbókunum en það var bara merkilega lítið af þeim. Það voru held ég þrír eða fjórir sem afbókuðu, sem okkur fannst bara ótrúlegt í gær. Ég held bara að ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Þau henda sér af stað sama þótt götur séu færar eða ekki.“ Langflest herbergin eru í notkun núna að sögn Kjartans. Hann segir að fáir séu að stressa sig á ástandinu. „Margir sem koma hingað halda jólin ekki hátíðleg á sama hátt og við gerum. Ferðamenn koma hingað til að upplifa snjóinn og norðurljósin. Fólk fékk heldur betur snjóinn í gær og svo spáir reyndar norðurljósum í kvöld, þótt það verði nú ansi skýjað“ segir Kjartan og hlær. Þrátt fyrir aðstæður svífi því jólaandinn yfir vötnum. „Eins og er, eru allir bara jákvæðir, fólk sættir sig við þetta. Það veit að það er á Íslandi. Ég segi bara welcome to Iceland.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira