Ronaldo á leið í læknisskoðun í Sádi-Arabíu Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 08:31 Ronaldo virðist við það að ganga frá skiptum til Sádi-Arabíu. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images Portúgalinn Cristiano Ronaldo er á leið í læknisskoðun hjá sádíska félaginu Al-Nassr í aðdraganda skipta sinn til liðsins. Sádar gera sér vonir um að ganga frá samningum fyrir áramót. Ronaldo er laus allra mála eftir að Manchester United sleit samningum við kappann í kjölfar umdeilds viðtals hans við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan. Ronaldo talaði þar illa um fjölmarga hjá United og víðar. Vöngum hefur verið velt yfir framtíð hans, en Ronaldo verður 39 ára í febrúar næst komandi. Eftir að hafa gengið illa að komast að hjá félagi í Meistaradeild Evrópu er allt útlit fyrir að hann muni gera risasamning í Sádi-Arabíu og klára feril sinn þar. Bandaríski miðillinn CBS greinir frá því að Ronaldo sé á leið til Sádi-Arabíu ásamt fylgdarliði sínu til að undirgangast læknisskoðun fyrir skipti sín til Al-Nassr. Spænski miðillinn Marca greindi frá því fyrir jól að Ronaldo myndi spila í tvö og hálft ár fyrir félagið en vera bundinn Sádum í sjö ár. Sádar vilji nýta ímynd Ronaldo og gera hann að sendiherra landsins er það sækist eftir gestgjafarétti HM karla í fótbolta árið 2030 ásamt Egyptalandi og Grikklandi, auk þess sem Sádar vilja halda Ólympíuleikana árið 2036. Verði af því mun Ronaldo verða andstæðingur heimalands síns, Portúgals, sem sækist einnig eftir HM 2030 ásamt Spáni og Úkraínu. Sádi-Arabía Deila Ronaldo og Manchester United Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Ronaldo er laus allra mála eftir að Manchester United sleit samningum við kappann í kjölfar umdeilds viðtals hans við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan. Ronaldo talaði þar illa um fjölmarga hjá United og víðar. Vöngum hefur verið velt yfir framtíð hans, en Ronaldo verður 39 ára í febrúar næst komandi. Eftir að hafa gengið illa að komast að hjá félagi í Meistaradeild Evrópu er allt útlit fyrir að hann muni gera risasamning í Sádi-Arabíu og klára feril sinn þar. Bandaríski miðillinn CBS greinir frá því að Ronaldo sé á leið til Sádi-Arabíu ásamt fylgdarliði sínu til að undirgangast læknisskoðun fyrir skipti sín til Al-Nassr. Spænski miðillinn Marca greindi frá því fyrir jól að Ronaldo myndi spila í tvö og hálft ár fyrir félagið en vera bundinn Sádum í sjö ár. Sádar vilji nýta ímynd Ronaldo og gera hann að sendiherra landsins er það sækist eftir gestgjafarétti HM karla í fótbolta árið 2030 ásamt Egyptalandi og Grikklandi, auk þess sem Sádar vilja halda Ólympíuleikana árið 2036. Verði af því mun Ronaldo verða andstæðingur heimalands síns, Portúgals, sem sækist einnig eftir HM 2030 ásamt Spáni og Úkraínu.
Sádi-Arabía Deila Ronaldo og Manchester United Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira