Bjarni Ben gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 14:04 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var enn og aftur einn af mest gúggluðu Íslendingunum á árinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gúgglaður að meðaltali þrettán hundruð sinnum á mánuði árið 2022. Elísabet heitin Bretlandsdrottning sló honum hins vegar rækilega við í september þegar hún var gúggluð 27 þúsund sinnum. Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu. Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu.
Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira