Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Eiður Þór Árnason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. desember 2022 15:57 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. „Við erum enn í næst lægsta viðbúnaðarstigi og þetta stig er þannig að hinn almenni borgari ætti ekki að verða var við þessa breytingu. Þetta snýr fyrst og fremst að verklagi lögreglu og viðbrögðum því tengt,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B en að sögn lögreglu felur hærra stigið í sér aukinn viðbúnað og að vísbendingar um öryggisógnir séu til staðar. Þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Hyggst lögreglan hafa samráð við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og yfirfara fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem hún telur ástæðu til að vakta sérstaklega. Á svipuðum stað og Noregur og Svíþjóð Ríkislögreglustjóri hefur unnið að því að breyta hættumatinu sem það styðst við vegna hryðjuverkaógnar og færa viðmið til samræmis við það sem gildir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lögreglan hefur nú tekið upp sama fimm stiga kvarða og telur greiningardeild ríkislögreglustjóra Ísland í dag vera á þriðja stigi. Samkvæmt því er aukin ógn, ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka talin vera til staðar. Karl Steinar segir nýja kvarðann auðvelda allan samanburð við hin Norðurlöndin. Ísland sé núna á sama stigi og Svíþjóð og Noregur en lægra en í Danmörku. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. „Við teljum að lögreglan hafi fulla burði til að takast á við þá stöðu sem við erum í og við erum þess vegna ekkert hrædd við það að greina frá því hvar við teljum okkur vera og teljum að almenningur sé ekki í neinni hættu, og hann á ekki að vera það. Við grípum til þeirra ráðstafana sem við teljum eðlilegt að gera í samræmi við þær reglur sem við höfum á hverjum tíma.“ Hvetur fólk til að skoða gögn málsins Verjendur mannanna tveggja sem handteknir voru vegna gruns um aðild að skipulagningu hryðjuverka hafa gagnrýnt lögregluna harðlega og jafnvel ásakað hana um sýndarmennsku. Karl Steinar gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég hvet menn bara til að lesa þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu meira og minna. Ég kýs að fara ekki í einhverjar málalengingar út frá því. Mér finnst það mjög ófaglegt.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði sínum setti Landsréttur spurningarmerki við að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Byggði ákvörðunin um að sleppa þeim meðal annars á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að telja að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg líkt og eins og áskilið er samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Dómsmál Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Við erum enn í næst lægsta viðbúnaðarstigi og þetta stig er þannig að hinn almenni borgari ætti ekki að verða var við þessa breytingu. Þetta snýr fyrst og fremst að verklagi lögreglu og viðbrögðum því tengt,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B en að sögn lögreglu felur hærra stigið í sér aukinn viðbúnað og að vísbendingar um öryggisógnir séu til staðar. Þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Hyggst lögreglan hafa samráð við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og yfirfara fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem hún telur ástæðu til að vakta sérstaklega. Á svipuðum stað og Noregur og Svíþjóð Ríkislögreglustjóri hefur unnið að því að breyta hættumatinu sem það styðst við vegna hryðjuverkaógnar og færa viðmið til samræmis við það sem gildir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lögreglan hefur nú tekið upp sama fimm stiga kvarða og telur greiningardeild ríkislögreglustjóra Ísland í dag vera á þriðja stigi. Samkvæmt því er aukin ógn, ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka talin vera til staðar. Karl Steinar segir nýja kvarðann auðvelda allan samanburð við hin Norðurlöndin. Ísland sé núna á sama stigi og Svíþjóð og Noregur en lægra en í Danmörku. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. „Við teljum að lögreglan hafi fulla burði til að takast á við þá stöðu sem við erum í og við erum þess vegna ekkert hrædd við það að greina frá því hvar við teljum okkur vera og teljum að almenningur sé ekki í neinni hættu, og hann á ekki að vera það. Við grípum til þeirra ráðstafana sem við teljum eðlilegt að gera í samræmi við þær reglur sem við höfum á hverjum tíma.“ Hvetur fólk til að skoða gögn málsins Verjendur mannanna tveggja sem handteknir voru vegna gruns um aðild að skipulagningu hryðjuverka hafa gagnrýnt lögregluna harðlega og jafnvel ásakað hana um sýndarmennsku. Karl Steinar gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég hvet menn bara til að lesa þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu meira og minna. Ég kýs að fara ekki í einhverjar málalengingar út frá því. Mér finnst það mjög ófaglegt.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði sínum setti Landsréttur spurningarmerki við að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Byggði ákvörðunin um að sleppa þeim meðal annars á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að telja að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg líkt og eins og áskilið er samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á.
Dómsmál Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06
Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43